1. október, 2025
Allar fréttir

Ævar Þór Benediktsson kom í heimsókn í Grunnskóla Borgarfjarðar og hitti nemendur á miðstigi. Hann fór yfir þær bækur sem hann hafði gefið út og sagði svo frá þremur nýjum bókum sem eru væntanlegar á næstu mánuðum. Bækurnar Skólastjórinn, Þín eigin saga Gleðileg jól og Þín eigin saga Piparkökuborgin. Ævar las svo upp úr bókinni Skólastjórinn fyrir nemendur sem var afar spennandi og skemmtileg. Bókin fjallar um 12 ára strák sem tók við stöðu skólastjóra í skólanum sínum. Nemendur áttu auðvelt með að setja sig í þau spor og komu margir með hugmyndir að breytingum sem þeir myndu gera í skólanum ef þeir yrðu skólastjórar. Eftir skemmtilegan lestur og umsræður fengu allir nemendur á miðstigi bókamerki frá Ævari að gjöf.

Tengdar fréttir