18. janúar, 2024
Allar fréttir

Þriðjudaginn 16. mars kom skólahópur frá Hraunborg í heimsókn á Varmaland. Venjan hefur verið sú 5. bekkur fari í leikskólann og lesi fyrir skólahópinn þar en ákveðið var að bregða út af vananum og því kom skólahópurinn í heimsókn þetta sinnið. Fyrst kíktu þau við hjá 1. og 2. bekk og tóku þátt í vali áður en þau fóru inn á miðstig til Ásu kennara og 5. bekkjar í lestrarstund. Heimsóknin tókst vel til og fóru allir saman í frímínútur áður en skólahópurinn hélt aftur upp á Bifröst. 

 

Tengdar fréttir

4. mars, 2024
Allar fréttir

Rafmagnsleysi á Kleppjárnsreykjum

Rafmagnslaust er á Kleppjárnsreykjum nú í morgunsárið en það verður skóli. Verið er að leita að bilun.

29. febrúar, 2024
Allar fréttir

Heimilisfræði á Varmalandi

Í vali á mið- og unglingastigi hafa nemendur verið að læra nýtingu matar, skoða íslenskar hefðir og almennt hreinlæti í kringum matargerð og bakstur. Þau hafa nýtt afgangs hafragraut til baksturs ásamt því að vera að baka lummur, vöfflur, muffins og fleira. Nemendur sýna verkefnunum mikinn áhuga og hafa notið þess að baka og njóta afraksturins.