29. mars, 2025
Allar fréttir

Í mörg ár hefur verið haldið bekkjarsundmót á vordögum á Kleppjárnsreykjum þar sem nemendur í 5.-10. bekk velja sér keppnisgreinar og safna með því stigum fyrir sinn bekk. Í ár var ákveðið að stökkva á góðviðrisdag í mars og hélt Guðjón Guðmundsson íþróttakennari utan um mótið að vanda. Stigahæsti bekkurinn að þessu sinni var 8. bekkur með samanlögð 441 stig. Á þessu móti eru jafnan miklar bætingar hjá nemendum og var engin undantekning að þessu sinni þar sem nemendur bættu tíma sína samtals um 20 mínútur og 57 sekúndur. Frábær árangur og gaman að sjá bekkjarfélagana styðja hvort annað. 

Tengdar fréttir