5. október, 2023
Allar fréttir

Þriðjudaginn 9. maí vorum við með Leiðtogadag/opið hús frá kl. 14:00-16:00. Í tilefni þess að 42 ár eru liðinn frá því að leikskólastarf á Hvanneyri hófst, var það þemað okkar þennan dag.
Þessa vikuna var Barnamenningarhátíð í Borgarbyggð og var þetta opna hús liður í henni. Við buðum foreldrum, forsvarsmönnum Borgarbyggðar og íbúum á Hvanneyri og nærsveitum til okkar í heimsókn að skoða leikskólann og börnin sýndu það sem þau hafa verið að gera í vetur. Einnig vorum við búin að útbúa tímalínu þar sem fram kemur saga leikskólans. Buðum við upp á kaffi og kökur í tilefni afmælisins. Við fengum til okkar fullt af gestum og börn og fullorðnir nutu vel.