25. febrúar, 2025
Allar fréttir

Við í Andabæ erum með skiptifatamarkað og er hugmyndin sú að  foreldrar og starfsfólk geti komið með  föt sem ekki nýtast börnunum þeirra lengur.  Foreldrar geta komið og skoðað markaðinn og athugað hvort þau finni eitthvað sem þeirra börn geta nýtt. Með þessu sjáum við fyrir okkur að hægt sé að gefa gömlum fötum nýtt líf og foreldrar spara í leiðinni í fatakaupum.  Þetta er í þriðja sinn sem við erum með svona skiptifatamarkað og er almenn ánægja með hann.  Er þetta er eitt af Grænfána markmiðum okkar.

Tengdar fréttir