5. október, 2023
Allar fréttir
Þriðjudaginn 9.maí tókum við þátt í sérstökum viðburði á Hvanneyri. LBHÍ tók þátt í alþjóðlegri áskorun sem kallast Bio Blitz á vegum ICA, samtök evrópskra háskóla á sviði lífvísinda. Með þessu er verið að vekja athygli á líffræðilegum fjölbreytileika og stuðla að aukinni náttúruupplifun þátttakenda.
Nemendur af öllum skólastigum á Hvanneyri og nágrenni tóku þátt. Leikskólinn Andabær, Grunnskóli Borgarfjarðar og Menntaskóli Borgafjarðar mættu og fengu fræðslu hjá nemendum og starfsfólki Landbúnaðarháskólans um líffræðilegan fjölbreytileika og síðan var farið út og byrjað að skrásetja lífverur á háskólasvæðinu í sérstakt app sem heitir Bio Blitz. Þessi opnunarviðurður heppnaðist mjög vel.