Aldan - vinnustofa og hæfing

Aldan býður upp á hæfingu og virkniþjálfun fyrir fólk með skerta starfsgetu.

Í Öldunni fer fram starfs- og félagsþjálfun þar sem áhersla er lögð á að viðhalda og auka sjálfstæð vinnubrögð, starfsþrek og félagslega færni sem miðar að því að auka hæfni til starfa og þátttöku í daglegu lífi og á almennum vinnumarkaði.