
Í júnímánuði heimsóttu ríflega 1100 gestir Safnahús Borgarfjarðar og er miki ánægja með þann uppgang sem á sér stað í safninu um þessar mundir.
Ýmislegt hefur verið um að vera það sem af er sumri; má þar nefna rappnámskeið fyrir börn sem haldið var af meðlimum úr Reykjavíkurdætrum, bókamarkaður og skiptimarkaður með plöntum og fræ, myndasýningar, fánasmiðja og fleira. Í júní kláraðist listasýning Sigthoru Odins, Hóflegar játningar og í lok mánaðarins opnaði þjóðbúningasýning í samstarfi við Margréti Skúladóttur, Spor eftir spor sem opin verður til 10. september nk.
Sumarlestur fyrir krakka er í fullum gangi og gott er að koma á bókasafnið meðan sumarveðrið lætur bíða eftir sér. Í dag byrjar myndasýning á vegum héraðskjalasafnins á myndum Júlíusar Axelssonar með yfirskriftinni Heimsókn. Búið er að taka saman myndir úr safnið Júlíusar þegar hann hefur farið í heimsóknir eða hann sjálfur sóttur heim.
Ævintýri fuglana sem um þessar mundir fagnar 10 ára sýningarafmæli hefur verið ágætlega sótt af ferðafólki í sumar. Það er því góð ástæða fyrir fjölskyldur að koma og kíkja í heimsókn í Safnahúsið.
Safnið er opið alla virka daga kl. 10.00- 17.00 og kl. 11.00 – 14.00 á laugadögum, frítt er inn fyrir alla.
Tengdar fréttir

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi
Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …

Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi
Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …