7. maí, 2025
Fréttir

Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði.

Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025:
21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember


Um Bjarkarhlíð:
Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Markmið Bjarkarhlíðar er að veita stuðning, ráðgjöf og fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis. Þjónustan er áfallamiðuð og ætluð einstaklingum af öllum kynjum, 18 ára og eldri.


Upplýsingar um lausa tíma má nálgast:

Á heimasíðu Bjarkarhlíðar má jafnframt finna fræðsluefni og sjálfspróf sem gætu reynst gagnleg.


Bjarkarhlíð – Miðstöð fyrir þolendur ofbeldis
Við hlustum. Við styðjum. Við fræðum.

Tengdar fréttir

7. maí, 2025
Fréttir

Opinn dagur í Grunnskólanum í Borgarnesi, Miðvikudaginn 14. maí

Á Miðvikudaginn (14.maí) mun Grunnskólinn í Borgarnesi standa fyrir opnum degi frá kl.10:00 til 13:00. Öllum foreldrum og öðrum velunnurum skólans er boðið í heimsókn til að skoða skólann og kynna sér starfið. 9. Bekkur verður svo með kaffihús þar sem kaupa má ljúffengar veitingar, en allur ágóði rennur í ferðasjóð þeirra. Allir velkomnir!