
Eftir slétta viku eða 1. ágúst hefst Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi. Von er á þúsundum gesta hvaðanæva að af landinu, ungmenni, fjölskyldur og ferðafólk. UMSB er gestgjafi mótsins í góðu samstarfi við Borgarbyggð. Keppt verður í 18 greinum en auk þess verða tónleikar, sýningar, sundlaugarpartý og margt fleira í gangi þar sem öll eru velkomin. Keppni og viðburðir fara ekki aðeins fram í íþróttahúsinu, sundlauginni og á Skallagrímsvelli heldur einnig í Hjálmakletti, golfvellinum að Hamri, Grillhúsinu, hestaíþróttasvæði Borgfirðings, Einkunnum, Hvanneyri, Skallagrímsgarði og víðar. Tjaldsvæði mótsins verður við Kárastaði og þar rís gríðarstórt skemmtitjald þar sem tónleikar og fleiri viðburðir fara fram.
Gríðarlega mikil undirbúningsvinna er að baki og stendur yfir, sem að mestu leyti er á herðum sjálfboðaliða. Allar upplýsingar um mótið, dagskrá og skráning keppenda og sjálfboðaliða er á heimasíðum UMFÍ og UMSB. Við hvetjum íbúa til að taka þátt og taka vel á móti gestum. Höfum huggulegt hjá okkur, skreytum og flöggum.
Tengdar fréttir

Aníta Björk Ontiveros er fjallkona Borgarnes 2025
Löng hefð er fyrir því í Borgarnesi að Kvenfélag Borgarness sjái um val á Fjallkonu úr hópi nýstúdenta ár hvert. Í ár 2025 var Aníta Björk Ontiveros fyrir valinu. Aníta Björk steig á svið og flutti ljóðið flutti ljóðið „Vorvísur“ eftir Sigríði Helgadóttur, frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Auk þess að flytja ljóð í Skallagrímsgarði heimsótti Aníta Brákarhlíð, þar sem hún …

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir er Listamanneskja Borgarbyggðar 2025
Árlega er viðurkenning veitt fyrir listamanneskju Borgarbyggðar á 17. júní. Listamanneskjan sem sveitarstjórn tilnefndi að þessu sinni er Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, ung Borgfirsk sviðlistakona er fædd þann 15. apríl árið 1994 og steig sín fyrstu skref í inn á listabrautina 4ra ára gömul þegar hún hóf nám í Tónlistarkóla Borgarfjarðar þar sem hún lærði á píanó, fiðlu og söng. Eftir …