25. júlí, 2024
Fréttir

Eftir slétta viku eða 1. ágúst hefst Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi. Von er á þúsundum gesta hvaðanæva að af landinu, ungmenni, fjölskyldur og ferðafólk. UMSB er gestgjafi mótsins í góðu samstarfi við Borgarbyggð. Keppt verður í 18 greinum en auk þess verða tónleikar, sýningar, sundlaugarpartý og margt fleira í gangi þar sem öll eru velkomin. Keppni og viðburðir fara ekki aðeins fram í íþróttahúsinu, sundlauginni og á Skallagrímsvelli heldur einnig í Hjálmakletti, golfvellinum að Hamri, Grillhúsinu, hestaíþróttasvæði Borgfirðings, Einkunnum, Hvanneyri, Skallagrímsgarði og víðar. Tjaldsvæði mótsins verður við Kárastaði og þar rís gríðarstórt skemmtitjald þar sem tónleikar og fleiri viðburðir fara fram.

Gríðarlega mikil undirbúningsvinna er að baki og stendur yfir, sem að mestu leyti er á herðum sjálfboðaliða. Allar upplýsingar um mótið, dagskrá og skráning keppenda og sjálfboðaliða er á heimasíðum UMFÍ og UMSB. Við hvetjum íbúa til að taka þátt og taka vel á móti gestum. Höfum huggulegt hjá okkur, skreytum og flöggum.

Tengdar fréttir

30. október, 2025
Fréttir

Hlýnandi veður og möguleg asahláka um helgina

Vakin er athygli á að hlýnandi veður er spáð á morgun (31.10) og um helgina. Búast má við mögulegri asahláku. Slíkt getur skapað hálku og leysingar á götum, stígum og lóðum, sérstaklega þar sem klaki og snjór bráðna hratt. Íbúar eru hvattir til að tryggja að niðurföll við heimili þeirra séu opin og laus við snjó og klaka, svo frárennsli …

29. október, 2025
Fréttir

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2025

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar veitti í morgun árleg verðlaun til einstaklinga og fyrirtækja sem skara fram úr í umhirðu og fegrun umhverfis í sveitarfélaginu. Einnig voru afhentar samfélagsviðurkenningar og sérstök ný viðurkenning. Sigrún Ólafsdóttir, formaður nefndarinnar, veitti viðurkenningar fyrir hönd nefnarinnar. Verðlaunin endurspegla mikla samfélagsvitund og virðingu fyrir umhverfinu í Borgarbyggð og eru hvatning til íbúa og fyrirtækja til áframhaldandi …