Eftir slétta viku eða 1. ágúst hefst Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi. Von er á þúsundum gesta hvaðanæva að af landinu, ungmenni, fjölskyldur og ferðafólk. UMSB er gestgjafi mótsins í góðu samstarfi við Borgarbyggð. Keppt verður í 18 greinum en auk þess verða tónleikar, sýningar, sundlaugarpartý og margt fleira í gangi þar sem öll eru velkomin. Keppni og viðburðir fara ekki aðeins fram í íþróttahúsinu, sundlauginni og á Skallagrímsvelli heldur einnig í Hjálmakletti, golfvellinum að Hamri, Grillhúsinu, hestaíþróttasvæði Borgfirðings, Einkunnum, Hvanneyri, Skallagrímsgarði og víðar. Tjaldsvæði mótsins verður við Kárastaði og þar rís gríðarstórt skemmtitjald þar sem tónleikar og fleiri viðburðir fara fram.
Gríðarlega mikil undirbúningsvinna er að baki og stendur yfir, sem að mestu leyti er á herðum sjálfboðaliða. Allar upplýsingar um mótið, dagskrá og skráning keppenda og sjálfboðaliða er á heimasíðum UMFÍ og UMSB. Við hvetjum íbúa til að taka þátt og taka vel á móti gestum. Höfum huggulegt hjá okkur, skreytum og flöggum.
Tengdar fréttir

Störf laus til umsóknar í Borgarbyggð
Deildarstjóri við leikskólann Klettaborg Laus er til umsóknar staða deildarstjóra í leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi, sem verður fjögurra deilda leikskóli í byrjun árs 2026. Leitað er að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í faglegu leikskólastarfi þar sem þroski og velferð barna er í fyrirrúmi. Umsóknarfrestur er til 21. nóvember 2025. Aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöðinni Óðal …

Tilkynning frá Veitum
Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.