
Borgarbyggð býður upp á fjölbreytta afþreyingu sem kjörið er að nýta sér yfir vetrarfríið og eiga góðar stundir saman.
Einkunnir bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu, og göngustígar liggja um svæðið með gönguleiðum sem henta flestum.
Innan fólkvangsins er Álatjörn, en umhverfi tjarnarinnar er fallegt og kjörið til útivistar og náttúruskoðunar.
Sundlaugin í Borgarnesi er opin, og finna má opnunartíma hennar hér.
Bjössaróló er leiksvæði sem staðsett er neðarlega í bænum. Hægt er að ganga þangað eftir strandlengjunni frá Landnámssetri eða fara niður í Englendingavík og ganga þaðan – sú leið er styttri.
Á leiksvæðinu eru rólur, rennibrautir, vegasalt, gamall bátur, brú og ýmislegt fleira skemmtilegt í ævintýralegu umhverfi. Í Englendingavík er einnig fjara sem er tilvalin til leiks ef veður leyfir.
Frisbígolf í Skallagrímsgarði samanstendur af fimm brautum. Völlurinn er fjölbreyttur, skemmtilegur og hentar öllum aldurshópum.
Íbúar og gestir geta fengið frisbídiska að láni sér að kostnaðarlausu í íþróttamiðstöðinni, en mikilvægt er að skila diskunum eftir notkun.
Skallagrímsgarður er fallegur skrúðgarður staðsettur milli Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi og Borgarbrautar og er tilvalið leiksvæði fyrir fjölskyldur sem vilja njóta útiverunnar.
Hérumbilsafn Gunna Jóns er skemmtilegt og fróðlegt safn. Þar eru varðveittir ýmsir munir og myndir úr Borgarnesi og Borgarfjarðarhéraði. Munir sem tengjast atvinnusögu, íþróttasögu og ýmsu úr verslunarsögu héraðsins.
Safnahús Borgarfjarðar. í Hallsteinssal er sýningin Eitt andartak og er með verkum eftir listakonuna Jóhönnu Sveinsdóttur Bókasafnið býður upp á notalega stund fyrir fjölskylduna. Þar er hægt að skoða bækur, spila, kubba eða leika sér með leikföng í krakkahorninu.
Í Landnámssetrinu er sögð saga landnámsins og söguþráður Egilssögu rakinn í flottri og fróðlegri sýningu.
Á Hvanneyri stór og fallegur leikskóli sem gengur undir nafninu Andabær og hefur að geyma stórt og opið leiksvæði. Á Hvanneyri er einnig er að finna sparkvöll, körfuboltavöll, frisbígolf ásamt annarri afþreyingu. Í gönguferð um bæinn getur þú rekist á hesta, beljur, hænur, hunda og ketti. Einstakt fuglalíf er á Hvanneyri og glæsileg náttúra.
Reykholt býður upp á ríka sögu og fallegt umhverfi, tilvalið væri að taka göngutúr um svæðið
Varmaland tekur vel á móti öllum, með skemmtilega gönguleið í gegnum skóginn, leiksvæði fyrir börnin og veitingar á Hótel Varmalandi.
Borgarbyggð vonar að fjölskyldur njóti saman í vetrarfríinu og eigi góðar stundir.
Tengdar fréttir

Skapandi vinnuskólinn í Borgarbyggð
Skapandi vinnuskólinn er í samstarfi með Listaskóla Borgarfjarðar og SSV en megin markmið verkefnisins er að ungmenni sem ráða sig til starfa hjá Vinnuskólanum hafi tækifæri til að vinna í skapandi störfum. Það er hún Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir sem stýrir verkefninu en Guðlaug er sjálfstætt starfandi myndlistarkona og sýningarstjóri sem býr og starfar á Vesturlandi. Hún lærði myndlist á grunn og …

Ný íþróttastefna Borgarbyggðar samþykkt
Afgreiðsla frá fundi fræðslunefndar nr. 224: „Guðmunda Ólafsdóttir mætti til fundarins og fór yfir drög að íþróttastefnu Borgarbyggðar. Stefnan hefur nú legið frammi til umsagnar og einnig er hún byggð á ítarlegu og miklu samtali við helstu hagaðila og íbúa í sveitarfélaginu. Fræðslunefnd vill þakka Guðmundu kærlega fyrir hennar vinnu og framsetningu á stefnunni. Fræðslunefnd vísar stefnunni til byggðarráðs til …