Borgarbyggð býður upp á fjölbreytta afþreyingu sem kjörið er að nýta sér yfir vetrarfríið og eiga góðar stundir saman.
Einkunnir bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu, og göngustígar liggja um svæðið með gönguleiðum sem henta flestum.
Innan fólkvangsins er Álatjörn, en umhverfi tjarnarinnar er fallegt og kjörið til útivistar og náttúruskoðunar.
Sundlaugin í Borgarnesi er opin, og finna má opnunartíma hennar hér.
Bjössaróló er leiksvæði sem staðsett er neðarlega í bænum. Hægt er að ganga þangað eftir strandlengjunni frá Landnámssetri eða fara niður í Englendingavík og ganga þaðan – sú leið er styttri.
Á leiksvæðinu eru rólur, rennibrautir, vegasalt, gamall bátur, brú og ýmislegt fleira skemmtilegt í ævintýralegu umhverfi. Í Englendingavík er einnig fjara sem er tilvalin til leiks ef veður leyfir.
Frisbígolf í Skallagrímsgarði samanstendur af fimm brautum. Völlurinn er fjölbreyttur, skemmtilegur og hentar öllum aldurshópum.
Íbúar og gestir geta fengið frisbídiska að láni sér að kostnaðarlausu í íþróttamiðstöðinni, en mikilvægt er að skila diskunum eftir notkun.
Skallagrímsgarður er fallegur skrúðgarður staðsettur milli Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi og Borgarbrautar og er tilvalið leiksvæði fyrir fjölskyldur sem vilja njóta útiverunnar.
Hérumbilsafn Gunna Jóns er skemmtilegt og fróðlegt safn. Þar eru varðveittir ýmsir munir og myndir úr Borgarnesi og Borgarfjarðarhéraði. Munir sem tengjast atvinnusögu, íþróttasögu og ýmsu úr verslunarsögu héraðsins.
Safnahús Borgarfjarðar. í Hallsteinssal er sýningin Eitt andartak og er með verkum eftir listakonuna Jóhönnu Sveinsdóttur Bókasafnið býður upp á notalega stund fyrir fjölskylduna. Þar er hægt að skoða bækur, spila, kubba eða leika sér með leikföng í krakkahorninu.
Í Landnámssetrinu er sögð saga landnámsins og söguþráður Egilssögu rakinn í flottri og fróðlegri sýningu.
Á Hvanneyri stór og fallegur leikskóli sem gengur undir nafninu Andabær og hefur að geyma stórt og opið leiksvæði. Á Hvanneyri er einnig er að finna sparkvöll, körfuboltavöll, frisbígolf ásamt annarri afþreyingu. Í gönguferð um bæinn getur þú rekist á hesta, beljur, hænur, hunda og ketti. Einstakt fuglalíf er á Hvanneyri og glæsileg náttúra.
Reykholt býður upp á ríka sögu og fallegt umhverfi, tilvalið væri að taka göngutúr um svæðið
Varmaland tekur vel á móti öllum, með skemmtilega gönguleið í gegnum skóginn, leiksvæði fyrir börnin og veitingar á Hótel Varmalandi.

Borgarbyggð vonar að fjölskyldur njóti saman í vetrarfríinu og eigi góðar stundir.
Tengdar fréttir

Tilkynning frá Veitum
Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu
Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.