
Byggðarráð fjallaði í gær um ársreikning Borgarbyggðar fyrir árið 2024. Rekstur A-hluta Borgarbyggðar var gerður upp með 319 m.kr. afgangi á árinu 2024 en samstæða A- og B- hluta skilaði afgangi upp á 440 m.kr. Á árinu var fjárfest fyrir 1.018 m.kr. án lántöku. Afkoma af rekstri er vel viðunandi og sjóðstreymi er sterkt sem endurspeglar góða fjárfestingargetu sveitarfélagsins.
Hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 486 m.kr. af A-hluta og 773 m.kr. af samstæðu. Veltufé frá rekstri A-hluta var jákvætt um 668 m.kr. og handbært fé frá rekstri 728 m.kr. en samstæða Borgarbyggðar skilaði veltufé frá rekstri að fjárhæð 892 m.kr. og handbæru fé frá rekstri upp á 992 m.kr.
Rekstrartekjur A-hluta námu 6.556 m.kr. og samstæðu 7.551 m.kr. og jukust um 10% milli ára. Afkoma af rekstri A-hluta er þó ívið lakari en árið áður og framlegð frá rekstri (EBITDA) var lægri en áætlað hafði verið, aðallega vegna meiri hækkunar á hreinum kostnaði við félagslega aðstoð en áætlað hafði verið.
Á árinu 2024 fjárfesti sveitarfélagið í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir 1.018 m.kr. og var stærsta fjárfestingin í endurbyggingu Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum. Öll fjárfesting var fjármögnuð með sjóðstreymi frá rekstri og handbæru fé og því án lántöku.
Heildareignir A-hluta Borgarbyggðar voru í árslok 2024 bókfærðar á 10,2 ma.kr. og eignir samstæðu á 12,6 ma. Skuldir og skuldbindingar A-hluta námu 3,9 ma.kr. og samstæðu 5,8 ma.kr. Hreinar vaxtaberandi skuldir A-hluta (án lífeyrisskuldbindinga) voru í árslok um 1,4 ma.kr. Skuldaviðmið skv. fjárhagslegu viðmiði sveitarstjórnarlaga var 27% í árslok 2024 fyrir A-hluta og 35% fyrir A- og B-hluta saman sem endurspeglar hagstæða skuldastöðu og gott svigrúm til fjárfestingar.
Byggðarráð samþykkti að vísa ársreikningnum til fyrri umræðu í sveitarstjórn og fer sú umræða fram á næsta fundi sveitarstjórnar 10. apríl næst komandi.
Tengdar fréttir

Gleðilega páska
Borgarbyggð sendir íbúum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilega páska. Við hvetjum ykkur til að njóta og skapa góðar minningar saman. Ráðhúsið verður lokað yfir páskana en opnar svo aftur þriðjudaginn 22. apríl. Gleðilega hátíð.

Mikilvægur áfangi við byggingu nýrra nemendagarða fyrir nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar
Miðvikudaginn 9. apríl var skrifað undir kaupsamning Nemendagarða MB hses á húnsæði fyrir nýja nemendagarða MB, við Brákarhlíð fasteignafélag ehf. Byggingin er á lóðinni Borgarbraut 63 en um er að ræða neðstu hæð og þar verða 12 íbúðir fyrir nemendur. Stærð íbúðanna er á bilinu 20 -26 fermetrar og er pláss fyrir 18 nemendur, Á annarri til fjórðu hæð eru …