15. apríl, 2025
Fréttir

Miðvikudaginn 9. apríl var skrifað undir kaupsamning Nemendagarða MB hses á húnsæði fyrir nýja
nemendagarða MB, við Brákarhlíð fasteignafélag ehf.

Byggingin er á lóðinni Borgarbraut 63 en um er að ræða neðstu hæð og þar verða 12 íbúðir fyrir
nemendur. Stærð íbúðanna er á bilinu 20 -26 fermetrar og er pláss fyrir 18 nemendur, Á annarri til
fjórðu hæð eru svo íbúðir fyrir 60 ára og eldri.
Sveitarfélagið Borgarbyggð kemur myndarlega að verkefninu með aukið stofnfé í þetta nýja félag
ásamt Menntaskóla Borgarfjarðar. Verkefnið er einnig að hluta fjármagnað með lánum frá
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Fyrir liggur að aðsókn við Menntaskóla Borgarfjarðar hefur farið vaxandi síðustu ár og eftirspurn eftir
húsnæði verið langt umfram það sem núverandi aðstaða hefur boðið upp á. Þessi nýja bygging mun
því koma til með að skipta mjög miklu máli fyrir Menntaskóla Borgarfjarðar og áframhaldandi
stækkun hans.

Undir samninginn skrifuðu fyrir hönd Nemendagarða MB hses Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson,
formaður stjórnar og Bragi Þór Svavarsson skólameistari MB. Fyrir hönd Brákarhlíðar fasteignafélags
skrifuðu Sigrún Ólafsdóttir stjórnarmaður og Inga Dóra Halldórsdóttir framkvæmdastjóri
Brákarhlíða

 

Tengdar fréttir

2. júlí, 2025
Fréttir

Ungt fólk og lýðheilsa 2025 – Ráðstefna fyrir unga framtíðaleiðtoga

Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir árlegu ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðheilsa dagana 12.–14. september 2025 á Reykjum í Hrútafirði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Félagslegir töfrar“, sem vísar til þeirra ósýnilegu en kröftugu áhrifa sem skapast í samskiptum og samveru – þar sem einstaklingar verða að hópi og samfélag verður til. Ráðstefnan er opin öllum ungum einstaklingum á aldrinum 15–25 ára, …

2. júlí, 2025
Fréttir

Starfsfólk og íbúar minnast Gísla Karlssonar, fyrrverandi sveitarstjóra og bæjarstjóra í Borgarnesi

  Gísli Karlsson fyrrverandi bæjar- og sveitarstjóri í Borgarnesi Á morgun, fimmtudag, verður borinn til grafar Gísli Karlsson fyrrverandi sveitarstjóri og bæjarstjóri í Borgarnesi. Gísli fæddist árið 1940 á Brjánslæk á Barðaströnd. Hann lauk prófi landbúnaðarhagfræði frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1968 og starfaði í að því loknu sem ráðunautur í Danmörku. Árið 1971 réð Gísli sig til starfa við Bændaskólann …