
Miðvikudaginn 9. apríl var skrifað undir kaupsamning Nemendagarða MB hses á húnsæði fyrir nýja
nemendagarða MB, við Brákarhlíð fasteignafélag ehf.
Byggingin er á lóðinni Borgarbraut 63 en um er að ræða neðstu hæð og þar verða 12 íbúðir fyrir
nemendur. Stærð íbúðanna er á bilinu 20 -26 fermetrar og er pláss fyrir 18 nemendur, Á annarri til
fjórðu hæð eru svo íbúðir fyrir 60 ára og eldri.
Sveitarfélagið Borgarbyggð kemur myndarlega að verkefninu með aukið stofnfé í þetta nýja félag
ásamt Menntaskóla Borgarfjarðar. Verkefnið er einnig að hluta fjármagnað með lánum frá
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Fyrir liggur að aðsókn við Menntaskóla Borgarfjarðar hefur farið vaxandi síðustu ár og eftirspurn eftir
húsnæði verið langt umfram það sem núverandi aðstaða hefur boðið upp á. Þessi nýja bygging mun
því koma til með að skipta mjög miklu máli fyrir Menntaskóla Borgarfjarðar og áframhaldandi
stækkun hans.
Undir samninginn skrifuðu fyrir hönd Nemendagarða MB hses Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson,
formaður stjórnar og Bragi Þór Svavarsson skólameistari MB. Fyrir hönd Brákarhlíðar fasteignafélags
skrifuðu Sigrún Ólafsdóttir stjórnarmaður og Inga Dóra Halldórsdóttir framkvæmdastjóri
Brákarhlíða
Tengdar fréttir

Sameingakosning Borgarbyggðar og Skorradalshrepps
Talning atkvæða fer fram þegar að öllum kjörstöðum hefur verið lokað þann 20.september 2025 og búið að safna saman kjörkössum og fara yfir utankjörfundaratkvæði. Taling hefst kl 19 í Hjálmakletti þann sama dag. Úrslit verða birt að talningu lokinni.

268. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar
268. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í fundarsal að Digranesgötu 2, fimmtudaginn 11. september 2025 og hefst kl. 16:00 Hér má sjá dagskrá fundarins: 268. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.