Á íbúafundi 12. september sl. vegna endurskoðunar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037 fóru sérfræðingar frá Eflu yfir hvað skipulags- og matslýsing felur í sér, stöðu verkefnis og tímalínu þess, flokkun á vegum í náttúru Íslands og á landbúnaðarlandi, hvar er hægt að koma með ábendingar og athugasemdir og að lokum kynnt breyting á skilmálum er varðar landbúnaðarland í núverandi aðalskipulags.
Enn er hægt að horfa á fundinn, sem haldinn var í Hjálmakletti og var það Kvikmyndafjelag Borgarfjarðar sem tók upp fundinn. Fundarstjóri var Guðveig Lind Eyglóardóttir, forseti sveitarstjórnar.
Á fundinum kynnti Hrafnhildur Brynjólfsdóttir skipulagsfræðingur skipulags- og matslýsingu endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar sem er í lögbundnu kynningarferli til 18. september nk. Næst kynnti Sigmar Metúsalemsson landfræðingur tvö verkefni sem unnin eru samhliða endurskoðun aðalskipulags, vegir í náttúru Íslands og flokkun á landbúnaðarlandi. Það verður hægt að skila inn athugasemdum allan vinnslutíma endurskoðunar aðalskipulagsins. Að lokum kynnti Ásgeir Jónsson landfræðingur breytingu á núverandi Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 sem á við um heimildir á landbúnaðarlandi. Sú breyting er í lögbundnu kynningarferli til 18. september næstkomandi.
Þá var einnig farið yfir vefsíðu sem verður aðgengileg á meðan unnið er að heildarendurskoðun aðalskipulagsins, sjá nánar hér.
Á heimasíðu Borgarbyggðar er góð upplýsingasíða um verkefnið. Þar er líka að finna sjálfa skipulags- og matslýsingu endurskoðunar og tvær vefkannanir sem íbúar og hagsmunaaðilar í sveitarfélaginu eru hvattir til að taka þátt.
Tengdar fréttir

Opnunartímar í ráðhúsi Borgarbyggðar yfir hátíðirnar
Nú er jólahátíðin að ganga í garð vill Borgarbyggð upplýsa íbúa um breytta opnunartíma í ráðhúsinu yfir hátíðirnar. Ráðhús Borgarbyggðar verður lokað á eftirfarandi dögum: 24. desember – Aðfangadagur 25. desember – Jóladagur 26. desember – Annar í jólum 31. desember – Gamlársdagur 1. janúar – Nýársdagur Rétt er að benda á að opið er í Ráðhúsinu 29. og 30. …

Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar lokar á hádegi þann 17. desember
Afgreiðsla í Ráðhúsi Borgarbyggðar verður lokuð eftir hádegi þann 17. desember vegna námskeiða starfsmanna.Hægt verður að hafa samband í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is, reynt verður að sinna erindum eftir bestu getu. Afgreiðsla opnar svo aftur 18. desember, að óbreyttu. Vegna námskeiða starfsmanna mun afgreiðsla í ráðhúsi Borgarbyggðar vera lokuð þann 17. desember nk.