26. október, 2023
Fréttir

Á íbúafundi 12. september sl. vegna endurskoðunar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037 fóru sérfræðingar frá Eflu yfir hvað skipulags- og matslýsing felur í sér, stöðu verkefnis og tímalínu þess, flokkun á vegum í náttúru Íslands og á landbúnaðarlandi, hvar er hægt að koma með ábendingar og athugasemdir og að lokum kynnt breyting á skilmálum er varðar landbúnaðarland í núverandi aðalskipulags.

Enn er hægt að horfa á fundinn, sem haldinn var í Hjálmakletti og var það Kvikmyndafjelag Borgarfjarðar sem tók upp fundinn. Fundarstjóri var Guðveig Lind Eyglóardóttir, forseti sveitarstjórnar.

Hlekkur á fundinn

Á fundinum kynnti Hrafnhildur Brynjólfsdóttir skipulagsfræðingur skipulags- og matslýsingu endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar sem er í lögbundnu kynningarferli til 18. september nk. Næst kynnti Sigmar Metúsalemsson landfræðingur tvö verkefni sem unnin eru samhliða endurskoðun aðalskipulags, vegir í náttúru Íslands og flokkun á landbúnaðarlandi. Það verður hægt að skila inn athugasemdum allan vinnslutíma endurskoðunar aðalskipulagsins. Að lokum kynnti Ásgeir Jónsson landfræðingur breytingu á núverandi Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 sem á við um heimildir á landbúnaðarlandi. Sú breyting er í lögbundnu kynningarferli til 18. september næstkomandi.

Þá var einnig farið yfir vefsíðu sem verður aðgengileg á meðan unnið er að heildarendurskoðun aðalskipulagsins, sjá nánar hér.

Á heimasíðu Borgarbyggðar er góð upplýsingasíða um verkefnið. Þar er líka að finna sjálfa skipulags- og matslýsingu endurskoðunar og tvær vefkannanir sem íbúar og hagsmunaaðilar í sveitarfélaginu eru hvattir til að taka þátt.

Upplýsingar um endurskoðun aðalskipulags

Tengdar fréttir

17. september, 2025
Fréttir

Sameiningarkosningar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps: Upplýsingar um kjördeildir og opnunartíma

Fimmtudaginn 18.09. 2025 verða opnar kjördeildir Borgarbyggðar í Félagsheimlinu Lindartungu Lindartungukjördeild, Félagsheimilinu  Þinghamri Varmalandi , Þinghamarskjördeild og Grunnskólanum  Kleppjárnsreykjum  Kleppjárnsreykjakjördeild.  Í Lindartungu verður opið milli 18:00 og 20:00. Í Þinghamri og Kleppjárnsreykjum mun vera opið á milli kl 16:00  og 20:00. Þennan dag (18.09) er opið í  Ráðhúsi Borgarbyggðar milli 12.00 og 14.00 en þá einungis fyrir Borgarneskjördeild og í …

17. september, 2025
Fréttir

Bíllausi dagurinn 2025

Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið …