26. október, 2023
Fréttir

Á íbúafundi 12. september sl. vegna endurskoðunar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037 fóru sérfræðingar frá Eflu yfir hvað skipulags- og matslýsing felur í sér, stöðu verkefnis og tímalínu þess, flokkun á vegum í náttúru Íslands og á landbúnaðarlandi, hvar er hægt að koma með ábendingar og athugasemdir og að lokum kynnt breyting á skilmálum er varðar landbúnaðarland í núverandi aðalskipulags.

Enn er hægt að horfa á fundinn, sem haldinn var í Hjálmakletti og var það Kvikmyndafjelag Borgarfjarðar sem tók upp fundinn. Fundarstjóri var Guðveig Lind Eyglóardóttir, forseti sveitarstjórnar.

Hlekkur á fundinn

Á fundinum kynnti Hrafnhildur Brynjólfsdóttir skipulagsfræðingur skipulags- og matslýsingu endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar sem er í lögbundnu kynningarferli til 18. september nk. Næst kynnti Sigmar Metúsalemsson landfræðingur tvö verkefni sem unnin eru samhliða endurskoðun aðalskipulags, vegir í náttúru Íslands og flokkun á landbúnaðarlandi. Það verður hægt að skila inn athugasemdum allan vinnslutíma endurskoðunar aðalskipulagsins. Að lokum kynnti Ásgeir Jónsson landfræðingur breytingu á núverandi Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 sem á við um heimildir á landbúnaðarlandi. Sú breyting er í lögbundnu kynningarferli til 18. september næstkomandi.

Þá var einnig farið yfir vefsíðu sem verður aðgengileg á meðan unnið er að heildarendurskoðun aðalskipulagsins, sjá nánar hér.

Á heimasíðu Borgarbyggðar er góð upplýsingasíða um verkefnið. Þar er líka að finna sjálfa skipulags- og matslýsingu endurskoðunar og tvær vefkannanir sem íbúar og hagsmunaaðilar í sveitarfélaginu eru hvattir til að taka þátt.

Upplýsingar um endurskoðun aðalskipulags

Tengdar fréttir

5. nóvember, 2025
Fréttir

Tilkynning frá Veitum

Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.

4. nóvember, 2025
Fréttir

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu

Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.