26. október, 2023
Fréttir

Á íbúafundi 12. september sl. vegna endurskoðunar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037 fóru sérfræðingar frá Eflu yfir hvað skipulags- og matslýsing felur í sér, stöðu verkefnis og tímalínu þess, flokkun á vegum í náttúru Íslands og á landbúnaðarlandi, hvar er hægt að koma með ábendingar og athugasemdir og að lokum kynnt breyting á skilmálum er varðar landbúnaðarland í núverandi aðalskipulags.

Enn er hægt að horfa á fundinn, sem haldinn var í Hjálmakletti og var það Kvikmyndafjelag Borgarfjarðar sem tók upp fundinn. Fundarstjóri var Guðveig Lind Eyglóardóttir, forseti sveitarstjórnar.

Hlekkur á fundinn

Á fundinum kynnti Hrafnhildur Brynjólfsdóttir skipulagsfræðingur skipulags- og matslýsingu endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar sem er í lögbundnu kynningarferli til 18. september nk. Næst kynnti Sigmar Metúsalemsson landfræðingur tvö verkefni sem unnin eru samhliða endurskoðun aðalskipulags, vegir í náttúru Íslands og flokkun á landbúnaðarlandi. Það verður hægt að skila inn athugasemdum allan vinnslutíma endurskoðunar aðalskipulagsins. Að lokum kynnti Ásgeir Jónsson landfræðingur breytingu á núverandi Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 sem á við um heimildir á landbúnaðarlandi. Sú breyting er í lögbundnu kynningarferli til 18. september næstkomandi.

Þá var einnig farið yfir vefsíðu sem verður aðgengileg á meðan unnið er að heildarendurskoðun aðalskipulagsins, sjá nánar hér.

Á heimasíðu Borgarbyggðar er góð upplýsingasíða um verkefnið. Þar er líka að finna sjálfa skipulags- og matslýsingu endurskoðunar og tvær vefkannanir sem íbúar og hagsmunaaðilar í sveitarfélaginu eru hvattir til að taka þátt.

Upplýsingar um endurskoðun aðalskipulags

Tengdar fréttir

28. nóvember, 2025
Fréttir

Tilkynning frá veitum vegna framkvæmda á Borgarbraut

Veitur loka hluta Borgarbrautar við nýbyggingu nr. 63 vegna tengingar húss við veitulagnir. Fyrirhuguð lokun er mánudaginn 1. desember 2025 og áætlað er að opna aftur föstudaginn, 5. desember 2025*(*með fyrirvara um breytingar) Hjáleið verður um Brúartorg. Við biðjum vegfarendur og íbúa að sýna þolinmæði og aðgát þegar farið er um svæðið meðan á framkvæmdum stendur.

26. nóvember, 2025
Fréttir

Aldan lokuð 28. nóvember

Vegna námskeiðs fyrir leiðbeinendur verður lokað í Öldunni föstudaginn 28. nóvember. Námskeiðið er haldið í tengslum við innleiðingu á þjónandi leiðsögn. Aldan tekur svo vel á móti öllum mánudaginn 1. desember.Þökkum skilning og hlökkum til að sjá ykkur!