26. október, 2023
Fréttir

Á íbúafundi 12. september sl. vegna endurskoðunar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037 fóru sérfræðingar frá Eflu yfir hvað skipulags- og matslýsing felur í sér, stöðu verkefnis og tímalínu þess, flokkun á vegum í náttúru Íslands og á landbúnaðarlandi, hvar er hægt að koma með ábendingar og athugasemdir og að lokum kynnt breyting á skilmálum er varðar landbúnaðarland í núverandi aðalskipulags.

Enn er hægt að horfa á fundinn, sem haldinn var í Hjálmakletti og var það Kvikmyndafjelag Borgarfjarðar sem tók upp fundinn. Fundarstjóri var Guðveig Lind Eyglóardóttir, forseti sveitarstjórnar.

Hlekkur á fundinn

Á fundinum kynnti Hrafnhildur Brynjólfsdóttir skipulagsfræðingur skipulags- og matslýsingu endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar sem er í lögbundnu kynningarferli til 18. september nk. Næst kynnti Sigmar Metúsalemsson landfræðingur tvö verkefni sem unnin eru samhliða endurskoðun aðalskipulags, vegir í náttúru Íslands og flokkun á landbúnaðarlandi. Það verður hægt að skila inn athugasemdum allan vinnslutíma endurskoðunar aðalskipulagsins. Að lokum kynnti Ásgeir Jónsson landfræðingur breytingu á núverandi Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 sem á við um heimildir á landbúnaðarlandi. Sú breyting er í lögbundnu kynningarferli til 18. september næstkomandi.

Þá var einnig farið yfir vefsíðu sem verður aðgengileg á meðan unnið er að heildarendurskoðun aðalskipulagsins, sjá nánar hér.

Á heimasíðu Borgarbyggðar er góð upplýsingasíða um verkefnið. Þar er líka að finna sjálfa skipulags- og matslýsingu endurskoðunar og tvær vefkannanir sem íbúar og hagsmunaaðilar í sveitarfélaginu eru hvattir til að taka þátt.

Upplýsingar um endurskoðun aðalskipulags

Tengdar fréttir

4. desember, 2025
Fréttir

Jólaútvarp NFGB, FM Óðal 101,3

Árlegt Jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður sent út frá Óðali 8.-12. desember frá kl. 10:00-22:00. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrri part dags verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en síðan flytja unglingarnir sína þætti í beinni útsendingu. Handritagerð fór fram á skólatíma þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt …

4. desember, 2025
Fréttir

Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2026

Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeirra sem standa að hátíðum og viðburðarhaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sé vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samningi. Reglur um úthlutun má finna hér:  Reglur um …