30. maí, 2023
Tilkynningar

Fyrirhuguð færsla á akstursleið um Borgarbrautina mun tefjast um einhverja daga vegna tafa á afhendingu aðfanga. Áfram verður því ekið um hjáleið yfir Kveldúlfsvöll og Berugötu þar til að hellulögð gönguþverun yfir Borgarbraut framan við tónlistarskólann er fullfrágengin.

Fyrri upplýsingar um framkvæmdina eiga enn við frá þeim degi er breytingin verður gerð á akstursleið. Tilkynnt verður um færslu á akstursleið á heimasíðu Borgarbyggðar þegar að því kemur.

Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Framkvæmdaraðilar verkefnisins eru Veitur, RARIK, Vegagerðin og Borgarbyggð og er það Orri Jónsson hjá EFLU sem tekur við fyrirspurnum er varðar verkið. Netfangið hjá honum er orri.jons@efla.is.

Tengdar fréttir

8. maí, 2025
Fréttir

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi

Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …

7. maí, 2025
Fréttir

Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi

Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …