Vakin er athygli á því að skráning í sumarfjörið hófst 5. maí sl. og fer hún fram hér.
Sumarfjör er leikjanámskeið fyrir börn í 1. – 4.bekk í Borgarbyggð. Hver vika í sumarfjörinu er þematengd, en aðaláhersla er lögð á útivist og leiki. Nánari upplýsingar um dagskrá er að finna hér.
Börn mæta með þrjú nesti fyrir daginn en á föstudögum verður boðið upp á hádegismat.
Sumarið 2023 verður starfsstöð Sumarfjörs í Grunnskóla Borgarness. Í ágúst verður stefnt að því að vera með tvær starfsstöðvar, þ.e. í Borgarnesi og á Hvanneyri en þá stendur einnig börnum fædd 2017 til boða að koma og vera með í Sumarfjöri.
Yfirumsjón með Sumarfjöri þetta árið er í höndum Hugrúnar og Hafdísar, forstöðukonur í frístund í Borgarnesi og á Hvanneyri/Kleppjárnsreykjum.
Starfsmenn í Sumarfjörinu verða þau Declan, Sóley, Andie, Maggie og Guðrún.
Allar helstu upplýsingar um verð, dagskrá, tímasetningar og rútuferðir er að finna hér.
Vert er að taka fram að umsóknarfresturinn er til og með 28. maí nk.
Tengdar fréttir

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi
Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …

Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi
Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …