
Ungmennaráð UMFÍ stendur fyrir árlegu ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðheilsa dagana 12.–14. september 2025 á Reykjum í Hrútafirði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er „Félagslegir töfrar“, sem vísar til þeirra ósýnilegu en kröftugu áhrifa sem skapast í samskiptum og samveru – þar sem einstaklingar verða að hópi og samfélag verður til.
Ráðstefnan er opin öllum ungum einstaklingum á aldrinum 15–25 ára, óháð því hvort viðkomandi sitji í ungmennaráði eða taki þátt í félagsstarfi fyrir. Markmiðið er að hvetja til aukinnar þátttöku í félags- og íþróttastarfi og styrkja líkamlega, andlega og félagslega heilsu ungs fólks.
Á dagskrá eru fjölbreyttar vinnustofur, hópefli, fræðsla og tengslamyndun. Þátttakendur fá tækifæri til að hitta fólk úr stjórnmálum og atvinnulífi, sem getur styrkt tengslanet þeirra til framtíðar. Lögð verður áhersla á að efla hæfni þátttakenda til þátttöku í nefndum, stjórnum, viðburðahaldi og öðrum verkefnum innan ungmennafélagshreyfingarinnar.
Skráning og helstu upplýsingar
-
Þátttökugjald: 15.000 kr. (innifalið: ferðir, gisting, fæði og ráðstefnugögn)
-
Rúta: Fer frá þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykjavík á föstudegi og til baka á sunnudegi
-
Skráning: Opið til 8. september – smelltu hér til að skrá þig
-
Aldurstakmark: Þeir sem eru yngri en 18 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum
-
Ferðastyrkur: Hægt að sækja um styrk fyrir ferðakostnaði gegn kvittunun
Ráðstefnan er haldin með stuðningi frá Erasmus+.
Athugið að ráðstefnan er algjörlega laus við áfengi, rafsígarettur og nikótínvörur
Við hvetjum ungmenni frá Borgarbyggð að mæta og taka þátt
Tengdar fréttir

Starfsfólk og íbúar minnast Gísla Karlssonar, fyrrverandi sveitarstjóra og bæjarstjóra í Borgarnesi
Gísli Karlsson fyrrverandi bæjar- og sveitarstjóri í Borgarnesi Á morgun, fimmtudag, verður borinn til grafar Gísli Karlsson fyrrverandi sveitarstjóri og bæjarstjóri í Borgarnesi. Gísli fæddist árið 1940 á Brjánslæk á Barðaströnd. Hann lauk prófi landbúnaðarhagfræði frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1968 og starfaði í að því loknu sem ráðunautur í Danmörku. Árið 1971 réð Gísli sig til starfa við Bændaskólann …