7. júlí, 2025
Fréttir
Skapandi vinnuskólinn er í samstarfi með Listaskóla Borgarfjarðar og SSV en megin markmið verkefnisins er að ungmenni sem ráða sig til starfa hjá Vinnuskólanum hafi tækifæri til að vinna í skapandi störfum.
Það er hún Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir sem stýrir verkefninu en Guðlaug er sjálfstætt starfandi myndlistarkona og sýningarstjóri sem
 býr og starfar á Vesturlandi. Hún lærði myndlist á grunn og framhaldsstigi í Danmörku og Frakklandi og er með MFA gráðu í myndlist frá ENSBA Villa Arson í Nice. Samhliða öðrum störfum lauk hún síðar MA gráðu í safnafræði frá HÍ.
Guðlaug var fengin til þess að segja frá verkefninu og hvað krakkarnir  hafa verið að fást við í sumar.

Við gefum Guðlaugu orðið:
,,Krakkar frá Íslandi og Úkraínu vinna saman að vegglistaverkjum í skapandi sumarstörfum. Við b
yrjuðum fyrsta daginn á því að fara í skúlptúrleik í náttúrunni. Týndum helling af lúpínum og reyndum að sjá þolmörk efnisins í uppsetningu og samsetningu án annarra efna. Því næst var bætt við lopagarni og enduðum í litlum strúktúr. Ég spjallaði við þau um það hvernig eitthvað eins einfalt og lúpína geti orðið pólitískt viðfangsefni. Einnig var rætt um fleiri blóm og plöntur sem dæmi um slíkt. Gott hópefli í góða veðrinu. Enduðum svo inni í Óðali, í hugmyndavinnu fyrir veggverk í salnum.

Hópurinn skiptist svolítið í tvennt, eftir þjóðerni. Í stað þess að þvinga það í annað form, sem væri mér eðlislægt, leyfði ég þeim að halda þessu til að byrja með svo að þau kæmust í samtal og næðu að skipuleggja sig á afslappaðan hátt. Þau myndu svo blandast betur þegar veggmálunin hæfist. Ég fól þeim að vinna að grafískum elementum sem tilheyra menningu og þjóðtrú hvors hóps fyrir sig. Benti íslensku krökkunum á hvernig öfgafullir þjóðernissinnar hafi yfirtekið og tileinkað sér sumt úr norrænni goðafræði og menningu. Gott væri að hafa það bakvið eyrað til að forðast stereótýpur og klisjur. Ég legg til tæknilegar lausnir og tek líka sjálf þátt í málningarvinnunni. 

Hóparnir þróuðu verkin með sinnihvorri nálguninni. Norræna goðafræðin var meira samstarf og flestir áttu grafískan þátt í verkinu á meðan að slavneska teymið lagði meiri áherslu á hugmyndavinnu sem svo var útfærð í tölvuformi. Báðum verkum var varpað á veggina með myndvarpa og „trace-að“. 

Ég er mjög ánægð með hvernig hefur tekist til. Norræna hliðin varð að einhverskonar anime/goðafræði bræðingi í teiknimyndastíl. Þar hefur Blær verið verkefnastjóri og staðið sig mjög vel. Sasha gerði myndirnar hægra megin í salnum þar sem sögð er þjóðsaga um sumarsólstöður. Þessi saga er þekkt í mörgum löndum austanverðrar Evrópu. Ég hef gagnast meira í því verkefni og fengið að mála með, sem hefur verið mjög gaman.

Þessir krakkar eiga öll framtíðina fyrir sér og ég hlakka mikið til að fylgjast með þeim blómstra í sínum greinum. Mér finnst ég svo heppin að hafa fengið að kynnast þeim.“

Við þökkum Guðlaugu fyrir spjallið og óskum öllum í skapandi vinnuskólanum góðs gengis, hér er greinilega hæfileikaríkur hópur á ferð.

Myndir frá starfinu má sjá hér fyrir neðan

Tengdar fréttir

7. júlí, 2025
Fréttir

Ný íþróttastefna Borgarbyggðar samþykkt

Afgreiðsla frá fundi fræðslunefndar nr. 224: „Guðmunda Ólafsdóttir mætti til fundarins og fór yfir drög að íþróttastefnu Borgarbyggðar. Stefnan hefur nú legið frammi til umsagnar og einnig er hún byggð á ítarlegu og miklu samtali við helstu hagaðila og íbúa í sveitarfélaginu. Fræðslunefnd vill þakka Guðmundu kærlega fyrir hennar vinnu og framsetningu á stefnunni. Fræðslunefnd vísar stefnunni til byggðarráðs til …