
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og fallegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins sem besta.
Veittar verða umhverfisviðurkenningar í eftirfarandi fjórum flokkum:
1. Snyrtilegt bændabýli
2. Falleg lóð við íbúðarhús
3. Snyrtileg lóð við atvinnuhúsnæði
4. Samfélagsviðurkenning umhverfis- og landbúnaðarnefndar vegna umhverfismála.
Óskað er eftir tilnefningum í áðurnefndum flokkum og skal senda tilnefningu eigi síðar en 20. ágúst 2023.
Tengdar fréttir

Lýðheilsustefna Borgarbyggðar – Opnir fundir um íþróttir og hreyfingu
Borgarbyggð vinnur nú að gerð lýðheilsustefnu fyrir sveitarfélagið. Fyrsta stoðin í þeirri vegferð er ný stefna í íþróttum og hreyfingu og er henni ætlað að verða leiðarljós til góðra verka á sviði íþrótta og lýðheilsu. Guðmunda Ólafsdóttir hefur verið ráðin til þess að halda utan um stefnumótunarvinnuna. Guðmunda situr í varastjórn UMFÍ og hefur starfað innan íþróttahreyfingarinnar bæði sem sjálfboðaliði …

Lausar lóðir sýnilegar í kortasjá Borgarbyggðar
Sveitarfélagið hefur undanfarin misseri unnið að því að gera lausar lóðir aðgengilegar í kortasjá og er afraksturinn nú sýnilegur notendum. Með þessari lausn geta áhugasamir litið yfir lausar lóðir í sveitarfélaginu og fengið allar helstu upplýsingar í gegnum vefinn. Kortasjáin er uppfærð jafnóðum og breytingar verða á lóðaframboði, þannig að notendur hafa alltaf aðgang að nýjustu upplýsingum. Ef notandi vill nýta sér …