
Tilnefningar til umhverfisviðurkenninga 2025
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar og vel hirtar lóðir og jarðir. Markmiðið er að hvetja íbúa og fyrirtæki til að leggja sitt af mörkum til að fegra umhverfið og efla samkennd í samfélaginu.
Nú er opið fyrir tilnefningar í eftirfarandi fimm flokka:
- Snyrtilegt bændabýli
- Falleg lóð við íbúðarhús
- Snyrtileg atvinnulóð
- Samfélagsviðurkenning – fyrir framúrskarandi framlag til umhverfismála
- Sérstök viðurkenning – fyrir snyrtilegt og vel hirt umhverfi
Við hvetjum alla íbúa til að taka þátt og senda inn tilnefningar – hvort sem það er fyrir eigin lóð eða aðra sem þér finnst eiga skilið hrós.
📅 Skilafrestur tilnefninga er 10. ágúst 2025.
📍 Tilnefningar má skila inn á hér : https://betraisland.is/community/10242 eða í þjónustuver Borgarbyggðar.
Tengdar fréttir

Reykholtshátíð 25.-27. Júlí nk.
Reykholtshátíð er alþjóðleg tónlistarhátíð sem haldin er ár hvert í Reykholti í Borgarfirði síðustu helgina í júlí. Reykholtshátíð er eftirsóknarverður vettvangur fyrir tónlistarmenn og tónlistarunnendur auk þess að vera mikilvægur hlekkur í menningarstarfsemi á Vesturlandi. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar eru þau Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson. Þau hafa bæði starfað um árabil við hljóðfæraleik og komið fram með fjölmörgum …

Slökkvistöð rís í iðngörðum á Hvanneyri
Við Melabraut á Hvanneyri er nú að rísa tæplega 1.700 fermetra límtréshús úr yleiningum frá Límtré Vírnet í eigu Melabrautar byggingarfélags ehf. Í húsinu verða iðngarðar auk þess sem að október næst komandi mun Slökkvilið Borgarbyggðar flytja starfsstöð sína á Hvanneyri í hluta hússins. Í liðinni viku var samningur þar að lútandi undirritaður á byggingarsvæðinu á Hvanneyri. Sá hluti sem …