10. júlí, 2025
Fréttir

Reykholtshátíð er alþjóðleg tónlistarhátíð sem haldin er ár hvert í Reykholti í Borgarfirði síðustu helgina í júlí. Reykholtshátíð er eftirsóknarverður vettvangur fyrir tónlistarmenn og tónlistarunnendur auk þess að vera mikilvægur hlekkur í menningarstarfsemi á Vesturlandi. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar eru þau Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson.  Þau hafa bæði starfað um árabil við hljóðfæraleik og komið fram með fjölmörgum tónlistarhópum og á ýmsum tónlistarhátíðum – meðal annars margsinnis á Reykholtshátíð.reykholtshátíð 2025

Tengdar fréttir

6. ágúst, 2025
Fréttir

Hvanneyrarhátíð 2025

Hvanneyrarhátíðin er grasrótarsamstarfsverkefni íbúa á Hvanneyri og nágrenni og er haldin dagana 8. og 9. ágúst. Fjölbreytt dagskrá í boði á Hvanneyri þennan dag. Verið velkomin! Allar upplýsingar má finna á Facebook viðburði Hvanneyrarhátíðar