
Reykholtshátíð er alþjóðleg tónlistarhátíð sem haldin er ár hvert í Reykholti í Borgarfirði síðustu helgina í júlí. Reykholtshátíð er eftirsóknarverður vettvangur fyrir tónlistarmenn og tónlistarunnendur auk þess að vera mikilvægur hlekkur í menningarstarfsemi á Vesturlandi. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar eru þau Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson. Þau hafa bæði starfað um árabil við hljóðfæraleik og komið fram með fjölmörgum tónlistarhópum og á ýmsum tónlistarhátíðum – meðal annars margsinnis á Reykholtshátíð.reykholtshátíð 2025
Tengdar fréttir

Söfnun rúlluplasts hefst 30. ágúst
Söfnun á rúlluplasti hefst helgina 30.–31. ágúst. Bílstjóri mun hafa samband við þá aðila sem plast hefur verið sótt til áður. Gert er ráð fyrir að byrja vestan við Borgarnes og halda áfram í Norðurárdal, Stafholtstungur og svo framvegis. Bændur eru vinsamlegast beðnir um að hafa plastið aðgengilegt og vel pakkað til að auðvelda söfnunina.

Framkvæmdir við nýtt fjölnota íþróttahús í Borgarbyggð ganga vel
Framkvæmdir við nýtt fjölnota íþróttahús í Borgarbyggð ganga vel og samkvæmt áætlun. Stálgrind er að rísa þessa dagana og komin er ágætis mynd af verkinu. Ístak og Efla leggja áherslu á að framkvæmdirnar gangi vel og öryggi allra sé tryggt. Þegar framkvæmdir hófust voru settar upp auknar öryggisráðstafanir fyrir gangandi vegfarendur vegna aukinnar þungaumferðar. Öryggisráðstafanir þessar hafa einnig gengið vel, …