17. júlí, 2025
Tilkynningar

Vegna sumarleyfa verður Ráðhús Borgarbyggðar lokað frá 21. júlí til og með 4. ágúst nk.

Ef erindið getur ekki beðið má á þessum tíma senda tölvupóst á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is

Einhver röskun getur orðið á útgáfu reikninga vegna gjalda á vegum sveitarfélagsins á þessum tíma þ.e. reikningar gætu borist aðeins seinna en vant er. Eindagi gjalda/reikninga mun samt sem áður alltaf vera 30 dagar.


Síðasti opnunardagur fyrir sumarlokun er því föstudagurinn 18. júlí, síminn opnar kl. 9.30 en móttaka gesta er frá kl. 10.00 til 14.00.

Skrifstofan opnar að nýju 5. ágúst kl. 10.00

ATH: Tilkynningarhnappur barnaverndar er og verður áfram opinn á vefsíðu okkar. Eins verður áfram hægt að senda póst á netfangið barnavernd@borgarbyggd.is

Tengdar fréttir

10. júlí, 2025
Fréttir

Reykholtshátíð 25.-27. Júlí nk.

Reykholtshátíð er alþjóðleg tónlistarhátíð sem haldin er ár hvert í Reykholti í Borgarfirði síðustu helgina í júlí. Reykholtshátíð er eftirsóknarverður vettvangur fyrir tónlistarmenn og tónlistarunnendur auk þess að vera mikilvægur hlekkur í menningarstarfsemi á Vesturlandi. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar eru þau Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson.  Þau hafa bæði starfað um árabil við hljóðfæraleik og komið fram með fjölmörgum …

10. júlí, 2025
Fréttir

Slökkvistöð rís í iðngörðum á Hvanneyri

Við Melabraut á Hvanneyri er nú að rísa tæplega 1.700 fermetra límtréshús úr yleiningum frá Límtré Vírnet í eigu Melabrautar byggingarfélags ehf. Í húsinu verða iðngarðar auk þess sem að október næst komandi mun Slökkvilið Borgarbyggðar flytja starfsstöð sína á Hvanneyri í hluta hússins. Í liðinni viku var samningur þar að lútandi undirritaður á byggingarsvæðinu á Hvanneyri. Sá hluti sem …