
Á grundvelli verðfyrirspurnar hefur verið samið við málmendurvinnslufyrirtækið Furu ehf. um söfnun nokkurra úrgangsflokka haustið 2023.
Gaman er að segja frá því að í tilboði frá Furu ehf. fóru þeir fram á að af hverju söfnuðu tonni myndu þeir gefa 1000kr. til góðgerðamála sem umhverfis- og landbúnaðarnefnd myndi velja. Verkefnið „Samhugur í Borgarbyggð“ varð fyrir valinu. En það felur í sér sjálfboðaliðar, íbúar í Borgarbyggð, hafa tekið höndum saman um að safna fyrir þá sem þurfa auka stuðning fyrir jólin í sveitarfélaginu. Þetta verkefni hefur verið framkvæmt síðustu 3 ár og gengið vel.
Söfnun brotajárns og fleiri úrgangsflokka verður sambærilegt því sem hefur verið í gert síðustu ár. Íbúar geta óskað eftir hirðingu heim á hlað á eftirfarandi úrgangsflokkum:
- Bílflök og annað almennt brotajárn.
- Ryðfrítt stál og ál
- Rafgeymar
- Rafmótorar
- Hjólbarðar
Íbúar safna efninu saman á einn stað þar sem það er sótt. Við skráningu þurfa eftirfarandi upplýsingar að koma fram:
- Nafn þess sem óskar eftir þjónustunni, símanúmer og netfang
- Nákvæm staðsetning (bær og svæði)
- Hvers konar úrgangi er áætlað að skila
- Áætlað magn
Pantanir þurfa að hafa borist í síðasta lagi 13. nóvember 2023 og gert er ráð fyrir að söfnun hefjist 15. nóvember.
Frekari upplýsingar veitir Gunnar Þór í síma 894 4238 hjá Furu ehf.
Tengdar fréttir

Laus störf hjá Borgarbyggð
Á ráðningarvef Borgarbyggðar er að finna yfirlit yfir öll þau fjölbreyttu störf sem í boði eru hjá sveitarfélaginu. Ýmist er um að ræða framtíðarstarf, fullt starf eða hlutastarf sem tilvalin eru með skóla. Markmið Borgarbyggðar er að hafa ávallt á að skipa hæfum, áhugasömum og traustum starfsmönnum sem sýna frumkvæði í starfi, veita íbúum þess góða þjónustu og geta brugðist …

Fyrsta skóflustungan að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi fór fram í gær
Það var stór dagur í Borgarnesi í gær þegar fyrsta skóflustungan að nýju fjölnota íþróttahúsi var tekin. Þau ríflega 200 börn og fullorðnir sem mættu á staðinn fengu að leggja sitt af mörkum við upphaf framkvæmda, en öllum var boðið að mæta með skóflur og taka skóflustungu. Mikil gleði var meðal barnanna sem lengi hafa beðið eftir bættri íþróttaaðstöðu og …