12. júlí, 2023
Fréttir

Á laugardag fór fram smölun ágangsfjár á vegum Borgarbyggðar í landi Skarðshamra í Norðurárdal. Smölun á vegum sveitarfélagsins er grundvelli samþykktar byggðarráðs frá 22. júní s.l. en landeigendur Skarðshamra höfðu ítrekað farið fram á að sveitarfélagið smalaði ágangsfé af landinu. Í einu fjallskilaumdæmi Borgarbyggðar, þ.e. Þverárþings, hefur verið virkjuð sú grein fjallskilasamþykktar sem gerir bændum skylt að reka fé á afrétt eða halda búfénaði í heimalandi í fjárheldri girðingu. Var greinin virkjuð að frumkvæði stjórnar fjallskilaumdæmisins og samþykkt af sveitarstjórn. Aðeins er hins vegar smalað sé það sannanlega mat sveitarfélagsins að skilyrði um ágang sé uppfylltur og að umrætt svæði falli undir fjallskilaumdæmis Þverarþings. Áður en til smölunar kemur eru ætlaðir fjáreigendur upplýstir og þeim gefinn kostur á að smala og sækja fé sitt.

Alls söfnuðust 63 kindur, lambfé og hrútar við smölunina. Gott samstarf var haft við Matvælastofnun og á vegum MAST voru á staðnum eftirlitsdýralæknir og dýraeftirlitsmaður sem mátu ástand fjárins. Ætlunin hafði verið að allt féð yrði flutt á afrétt en að lokinni ástandsskoðun var það allt flutt til þess bæjar sem það var talið upprunið. Hluti fjárins var reyndar ómerktur en allt fé sem bar mark kom frá einum og sama bænum.

Samkvæmt lögum bera eigendur ætíð ábyrgð á sínum dýrum. Ekki er heimilt að flytja á afrétt fé sem er ómerkt, órúið eða ber merki vanhirðu.

Tengdar fréttir

8. maí, 2025
Fréttir

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi

Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …

7. maí, 2025
Fréttir

Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi

Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …