Rafmagnsbilun er í gangi Mýrarlínu frá Ferjubakka að Hítardal , verið er að leita að bilun. Ef þú hefur einhverjar upplýsingar sem gætu hjálpað við bilanaleit hafðu þá vinsamlega samband við Stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæði sem talið er vera um að ræða má sjá á www.rarik.is/rof
Tengdar fréttir
Jólahús og jólagata Borgarbyggðar 2024
Jólahús Borgarbyggðar 2024 er Smiðjuholt í Reykholti. Það er niðurstaða jólaleiks sem staðið hefur yfir á heimasíðu Borgarbyggðar síðustu daga. Húsráðandi í Smiðjuholti er Tryggvi Konráðsson en húsið og garðurinn er fagurlega skreytt af miklum metnaði. Þar má finna ljósum prýddan jólasveinasleða, jólajeppa, jólatraktor, rómantískt jólahjarta og jólabarn í jötu og auðvitað jólasveina af ýmsum stærðum og gerðum. Sjón er …
Er jólahús Borgarbyggðar í götunni þinni?
Hver á jólalegasta húsið eða götuna í Borgarbyggð? Nú er tími til að láta jólaskreytingarnar skína! ✨ Sendu okkur þína tilnefningu fyrir jólalegasta húsið og jólalegustu götuna fyrir 27. desember. 🎅 Sigurvegararnir verða kynntir milli jóla og nýjárs. 🎉 Hvetjum alla til að taka þátt og gera Borgarbyggð enn jólalegri! ❤️🎄 👉 Smelltu hér til að senda inn tilnefningu!