Jólahús Borgarbyggðar 2024 er Smiðjuholt í Reykholti. Það er niðurstaða jólaleiks sem staðið hefur yfir á heimasíðu Borgarbyggðar síðustu daga. Húsráðandi í Smiðjuholti er Tryggvi Konráðsson en húsið og garðurinn er fagurlega skreytt af miklum metnaði. Þar má finna ljósum prýddan jólasveinasleða, jólajeppa, jólatraktor, rómantískt jólahjarta og jólabarn í jötu og auðvitað jólasveina af ýmsum stærðum og gerðum. Sjón er sögu ríkari og sannarlega þess virði að líta á húsið og garðinn hjá Tryggva.
Við óskum honum innilega til hamingju og færum honum þakkir fyrir að lýsa upp skammdegið og auka jólaandann með ljósum og litaýrð.
Þá var einnig tilnefnd jólalegasta gatan í sveitarfélaginu og þar fékk Kvíaholt í Borgarnesi flest atkvæði. Það er verðskulduð viðurkenning og færum við íbúum við götuna bestu þakkir og hamingjuóskir fyrir smekklegheit, litagleði og metnað ár eftir ár.
Samtals bárust um 70 tilnefningar og þakkar Borgarbyggð íbúum kærlega fyrir þátttökuna en samtals voru 17 jólahús tilnefnd.

Tengdar fréttir

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi
Borgarbyggð auglýsir eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta í sundlaug Borgarness. Verkið felur í sér hönnun, innkaup og uppsetningu nýrra vatnsrennibrauta á núverandi undirstöður, ásamt fullnaðarfrágangi. Helstu verkliðir: Hönnun og teikningagerð Aðstöðusköpun Niðurrif eldri búnaðar Vörukaup og tilheyrandi búnaður Uppsetning vatnsrennibrauta Fullnaðarfrágangur Nýjar vatnsrennibrautir skulu tengjast núverandi stigahúsi og vera festar á núverandi undirstöður. Innifalið í verki er að útvega viðeigandi …

Ný skólabygging Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum afhent
Í gær fór fram formleg afhending á nýju og glæsilegu skólahúsnæði Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum. Um er að ræða sérstaklega ánægjulegan áfanga, en ekki að það á hverjum degi sem að nýtt grunnskólahúsnæði er tekið í notkun í dreifbýli á Íslandi. Meðal gesta voru fulltrúar undirverktaka, skólastjórnendur, starfsfólk sveitarfélagsins og fulltrúar sveitarstjórnar. Við afhendinguna afhentu forsvarsmenn Byggingafélagsins Sjamma bygginguna formlega en …