27. desember, 2024
Fréttir

Jólahús Borgarbyggðar 2024 er Smiðjuholt í Reykholti. Það er niðurstaða jólaleiks sem staðið hefur yfir á heimasíðu Borgarbyggðar síðustu daga. Húsráðandi í Smiðjuholti er Tryggvi Konráðsson en húsið og garðurinn er fagurlega skreytt af miklum metnaði. Þar má finna ljósum prýddan jólasveinasleða, jólajeppa, jólatraktor, rómantískt jólahjarta og jólabarn í jötu og auðvitað jólasveina af ýmsum stærðum og gerðum. Sjón er sögu ríkari og sannarlega þess virði að líta á húsið og garðinn hjá Tryggva.

Við óskum honum innilega til hamingju og færum honum þakkir fyrir að lýsa upp skammdegið og auka jólaandann með ljósum og litaýrð.

Þá var einnig tilnefnd jólalegasta gatan í sveitarfélaginu og þar fékk Kvíaholt í Borgarnesi flest atkvæði. Það er verðskulduð viðurkenning og færum við íbúum við götuna bestu þakkir og hamingjuóskir fyrir smekklegheit, litagleði og metnað ár eftir ár.

Samtals bárust um 70 tilnefningar og þakkar Borgarbyggð íbúum kærlega fyrir þátttökuna en samtals voru 17 jólahús tilnefnd.

Tengdar fréttir

18. júní, 2025
Fréttir

Aníta Björk Ontiveros er fjallkona Borgarnes 2025

Löng hefð er fyrir því í Borgarnesi að Kvenfélag Borgarness sjái um val á Fjallkonu úr hópi nýstúdenta ár hvert. Í ár 2025 var Aníta Björk Ontiveros fyrir valinu. Aníta Björk steig á svið og flutti ljóðið flutti ljóðið „Vorvísur“ eftir Sigríði Helgadóttur, frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Auk þess að flytja ljóð í Skallagrímsgarði heimsótti Aníta Brákarhlíð, þar sem hún …

18. júní, 2025
Fréttir

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir er Listamanneskja Borgarbyggðar 2025

Árlega er viðurkenning veitt fyrir listamanneskju Borgarbyggðar á 17. júní. Listamanneskjan sem sveitarstjórn tilnefndi að þessu sinni er Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, ung Borgfirsk sviðlistakona er fædd þann 15. apríl árið 1994 og steig sín fyrstu skref í inn á listabrautina 4ra ára gömul þegar hún hóf nám í Tónlistarkóla Borgarfjarðar þar sem hún lærði á píanó, fiðlu og söng. Eftir …