27. desember, 2024
Fréttir

Jólahús Borgarbyggðar 2024 er Smiðjuholt í Reykholti. Það er niðurstaða jólaleiks sem staðið hefur yfir á heimasíðu Borgarbyggðar síðustu daga. Húsráðandi í Smiðjuholti er Tryggvi Konráðsson en húsið og garðurinn er fagurlega skreytt af miklum metnaði. Þar má finna ljósum prýddan jólasveinasleða, jólajeppa, jólatraktor, rómantískt jólahjarta og jólabarn í jötu og auðvitað jólasveina af ýmsum stærðum og gerðum. Sjón er sögu ríkari og sannarlega þess virði að líta á húsið og garðinn hjá Tryggva.

Við óskum honum innilega til hamingju og færum honum þakkir fyrir að lýsa upp skammdegið og auka jólaandann með ljósum og litaýrð.

Þá var einnig tilnefnd jólalegasta gatan í sveitarfélaginu og þar fékk Kvíaholt í Borgarnesi flest atkvæði. Það er verðskulduð viðurkenning og færum við íbúum við götuna bestu þakkir og hamingjuóskir fyrir smekklegheit, litagleði og metnað ár eftir ár.

Samtals bárust um 70 tilnefningar og þakkar Borgarbyggð íbúum kærlega fyrir þátttökuna en samtals voru 17 jólahús tilnefnd.

Tengdar fréttir

11. febrúar, 2025
Fréttir

261. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar

261. fundur sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti, fimmtudaginn 13. febrúar 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 261 Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.  

11. febrúar, 2025
Fréttir

NOTENDARÁÐ Í MÁLEFNUM FATLAÐRA OPINN FUNDUR

Kynning á notendaráði í málefnum fatlaðra hjá Borgarbyggð. Hlutverk notendaráðs er að vera ráðgefandi fyrir sveitarfélagið við stefnumörkun og áætlanagerð er varðar málefni fatlaðs fólks og er skipað af notendum. Haldið á Hótel Vesturland 13. febrúar kl 14:00 og boðið verður upp á léttar veitingar. Fundurinn er ætlaður einstaklingum með fötlun og aðstandendum þeirra.