Frístundastyrkurinn er 40.000 krónur á ári fyrir börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára og 14.000 krónur á ári fyrir börn á aldrinum 0-5 ára sem hafa lögheimili í Borgarbyggð. Styrkupphæðin ákvarðast við gerð fjárhagsáætlunar og gildir frá 1.janúar til og með 31.desember ár hvert.
Styrkinn er svo hægt að nýta til að lækka gjöld í skipulögðu íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi sem stundað er reglulega.
Nú þegar líður að áramótum eru forráðamenn barna og unglinga í Borgarbyggð hvattir til að nýta frístundastyrkinn fyrir árið 2025 áður en árið klárast.
Athugið að ónýttir styrkir flytjast ekki milli ára.
Nánari upplýsingar má finna hér
Tengdar fréttir

Munum endurskinsmerkin
Yfir dimmustu daga ársins er mikilvægt að minna á notkun endurskinsmerkja hjá gangandi og hjólandi vegfarendum. Borgarbyggð gaf öllum leikskólum sveitarfélagsins endurskinsmerki í byrjun skólaárs en viljum við nú koma endurskinsmerkjum á sem flesta, en upp hefur komið sú umræða að fjölga þurfi endurskinsmerkjum á vegfarendur. Í myrkri sjást óvarðir vegfarendur illa, jafnvel þar sem bæði götu- og ökulýsing er …