8. maí, 2025
Umhverfið

Fimmtudaginn 15. maí kl. 20 standa Rotarý Borgarness og Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs fyrir opnum fræðslufundi um jarðskjálftavirkni í Ljósufjöllum og nágrenni. Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur mun flytja fræðsluerindi og í framhaldinu svara spurningum gesta. Fundurinn fer fram í Hjálmakletti og er opinn öllum.

Rótarý Borgarnes,  Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs og Borgarbyggð hvetja alla þá sem áhuga hafa um að mæta, hlýða á fróðlegt erindi og taka þátt í fundinum.

Tengdar fréttir

4. nóvember, 2025
Fréttir

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu

Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.

3. nóvember, 2025
Fréttir

Jólagjöf til starfsfólks Borgarbyggðar

Borgarbyggð auglýsir eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsmanna sveitarfélagsins. Fyrirkomulagið verður þannig háttað að starfsmenn fá gjafabréf að andvirði 15.000 kr. ásamt upptalningu á fyrirtækjum sem skrá sig í verkefnið. Gjafabréfin virka sem greiðsla á eða upp í kaup á vöru og þjónustu í Borgarbyggð. Viðkomandi …