8. maí, 2025
Umhverfið

Fimmtudaginn 15. maí kl. 20 standa Rotarý Borgarness, Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs og Borgarbyggð fyrir opnum fræðslufundi um jarðskjálftavirkni í Ljósufjöllum og nágrenni. Ari Trausti Guðmundsson jarðeðlisfræðingur mun flytja fræðsluerindi og í framhaldinu svara spurningum gesta. Fundurinn fer fram í Hjálmakletti og er opinn öllum.

Rótarý Borgarnes,  Ferðafélag Borgarfjarðarhéraðs og Borgarbyggð hvetja alla þá sem áhuga hafa um að mæta, hlýða á fróðlegt erindi og taka þátt í fundinum.

Tengdar fréttir

13. maí, 2025
Fréttir

Listamanneskja Borgarbyggðar 2025

Kæru íbúar, Borgarbyggð óskar eftir tilnefningum til listamanneskju Borgarbyggðar fyrir árið 2025. Allir eru hvattir til að taka þátt.

8. maí, 2025
Fréttir

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi

Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …