Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 12. september 2024 að auglýsa vinnslutillögu á endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037.
Aðalskipulag er stefna sveitarfélags um landnotkun, náttúruvernd og þróun byggðar í öllu sveitarfélaginu. Það nær til alls lands innan marka sveitarfélagsins. Skipulagsmörk miða við sveitarfélagsmörk á landi og 115 metra utan við stórstraumsfjöruborð á sjó í samræmi við skilgreiningu staðarmarka sveitarfélaga í sveitarstjórnarlögum og jarðlögum. Samkvæmt skipulagsreglugerð er aðalskipulagi ætlað að stuðla að markvissri þróun þar sem tekið er tillit til heildarhagsmuna, miðla málum milli ólíkra hagsmuna íbúa og stuðla að öryggi almennings og lífsgæðum.
Borgarbyggð setur hér farm drög að endurskoðun aðalskipulags sem nær yfir allt land innan sveitarfélagsins Borgarbyggð. Nýtt aðalskipulag er til 12 ára og nefnist það Aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037.
Vinnslutillagan er aðgengileg í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, málið er nr. 242/2023 (tengill) og á heimasíðu sveitarfélagsins, smellt er á hnappin Endurskoðun aðalskipulags (tengill) á forsíðu.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með ábendingar við auglýsta vinnslutillögu og er frestur til að skila inn ábendingum til og með 14. nóvember 2024. Ábendingum skal skila inn í rafræna skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www. skipulagsgatt.is.
Opin hús verða haldin sem hér segir:
29. október kl. 20:00-21:30 Lindartunga
31. október kl. 17:00-18:30 Ráðhús Borgarbyggðar
31. október kl. 20:00-21:30 Þinghamar á Varmalandi
Kaffi og kruðerí – Vonumst til að sjá sem flesta
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar
Tengdar fréttir

Jólaútvarp NFGB, FM Óðal 101,3
Árlegt Jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður sent út frá Óðali 8.-12. desember frá kl. 10:00-22:00. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrri part dags verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en síðan flytja unglingarnir sína þætti í beinni útsendingu. Handritagerð fór fram á skólatíma þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt …

Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2026
Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeirra sem standa að hátíðum og viðburðarhaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sé vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samningi. Reglur um úthlutun má finna hér: Reglur um …