29. október, 2024
Fréttir

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 12. september 2024 að auglýsa vinnslutillögu á endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037.

Aðalskipulag er stefna sveitarfélags um landnotkun, náttúruvernd og þróun byggðar í öllu sveitarfélaginu. Það nær til alls lands innan marka sveitarfélagsins. Skipulagsmörk miða við sveitarfélagsmörk á landi og 115 metra utan við stórstraumsfjöruborð á sjó í samræmi við skilgreiningu staðarmarka sveitarfélaga í sveitarstjórnarlögum og jarðlögum. Samkvæmt skipulagsreglugerð er aðalskipulagi ætlað að stuðla að markvissri þróun þar sem tekið er tillit til heildarhagsmuna, miðla málum milli ólíkra hagsmuna íbúa og stuðla að öryggi almennings og lífsgæðum.

Borgarbyggð setur hér farm drög að endurskoðun aðalskipulags sem nær yfir allt land innan sveitarfélagsins Borgarbyggð. Nýtt aðalskipulag er til 12 ára og nefnist það Aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037.

Vinnslutillagan er aðgengileg í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, málið er nr. 242/2023 (tengill) og á heimasíðu sveitarfélagsins, smellt er á hnappin Endurskoðun aðalskipulags (tengill) á forsíðu.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með ábendingar við auglýsta vinnslutillögu og er frestur til að skila inn ábendingum til og með 14. nóvember 2024. Ábendingum skal skila inn í rafræna skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www. skipulagsgatt.is.

 

Opin hús verða haldin sem hér segir:

29. október kl. 20:00-21:30 Lindartunga

31. október kl. 17:00-18:30 Ráðhús Borgarbyggðar

31. október kl. 20:00-21:30 Þinghamar á Varmalandi

 

Kaffi og kruðerí – Vonumst til að sjá sem flesta

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar

Tengdar fréttir

17. september, 2025
Fréttir

Sameiningarkosningar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps: Upplýsingar um kjördeildir og opnunartíma

Fimmtudaginn 18.09. 2025 verða opnar kjördeildir Borgarbyggðar í Félagsheimlinu Lindartungu Lindartungukjördeild, Félagsheimilinu  Þinghamri Varmalandi , Þinghamarskjördeild og Grunnskólanum  Kleppjárnsreykjum  Kleppjárnsreykjakjördeild.  Í Lindartungu verður opið milli 18:00 og 20:00. Í Þinghamri og Kleppjárnsreykjum mun vera opið á milli kl 16:00  og 20:00. Þennan dag (18.09) er opið í  Ráðhúsi Borgarbyggðar milli 12.00 og 14.00 en þá einungis fyrir Borgarneskjördeild og í …

17. september, 2025
Fréttir

Bíllausi dagurinn 2025

Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið …