29. október, 2024
Fréttir

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 12. september 2024 að auglýsa vinnslutillögu á endurskoðun aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037.

Aðalskipulag er stefna sveitarfélags um landnotkun, náttúruvernd og þróun byggðar í öllu sveitarfélaginu. Það nær til alls lands innan marka sveitarfélagsins. Skipulagsmörk miða við sveitarfélagsmörk á landi og 115 metra utan við stórstraumsfjöruborð á sjó í samræmi við skilgreiningu staðarmarka sveitarfélaga í sveitarstjórnarlögum og jarðlögum. Samkvæmt skipulagsreglugerð er aðalskipulagi ætlað að stuðla að markvissri þróun þar sem tekið er tillit til heildarhagsmuna, miðla málum milli ólíkra hagsmuna íbúa og stuðla að öryggi almennings og lífsgæðum.

Borgarbyggð setur hér farm drög að endurskoðun aðalskipulags sem nær yfir allt land innan sveitarfélagsins Borgarbyggð. Nýtt aðalskipulag er til 12 ára og nefnist það Aðalskipulag Borgarbyggðar 2025-2037.

Vinnslutillagan er aðgengileg í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, málið er nr. 242/2023 (tengill) og á heimasíðu sveitarfélagsins, smellt er á hnappin Endurskoðun aðalskipulags (tengill) á forsíðu.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með ábendingar við auglýsta vinnslutillögu og er frestur til að skila inn ábendingum til og með 14. nóvember 2024. Ábendingum skal skila inn í rafræna skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www. skipulagsgatt.is.

 

Opin hús verða haldin sem hér segir:

29. október kl. 20:00-21:30 Lindartunga

31. október kl. 17:00-18:30 Ráðhús Borgarbyggðar

31. október kl. 20:00-21:30 Þinghamar á Varmalandi

 

Kaffi og kruðerí – Vonumst til að sjá sem flesta

Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar

Tengdar fréttir

16. janúar, 2026
Fréttir

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi

Borgarbyggð auglýsir eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta í sundlaug Borgarness. Verkið felur í sér hönnun, innkaup og uppsetningu nýrra vatnsrennibrauta á núverandi undirstöður, ásamt fullnaðarfrágangi. Helstu verkliðir: Hönnun og teikningagerð Aðstöðusköpun Niðurrif eldri búnaðar Vörukaup og tilheyrandi búnaður Uppsetning vatnsrennibrauta Fullnaðarfrágangur Nýjar vatnsrennibrautir skulu tengjast núverandi stigahúsi og vera festar á núverandi undirstöður. Innifalið í verki er að útvega viðeigandi …

15. janúar, 2026
Fréttir

Ný skólabygging Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum afhent

Í gær fór fram formleg afhending á nýju og glæsilegu skólahúsnæði Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum. Um er að ræða sérstaklega ánægjulegan áfanga, en ekki að það á hverjum degi sem að nýtt grunnskólahúsnæði er tekið í notkun í dreifbýli á Íslandi. Meðal gesta voru fulltrúar undirverktaka, skólastjórnendur, starfsfólk sveitarfélagsins og fulltrúar sveitarstjórnar. Við afhendinguna afhentu forsvarsmenn Byggingafélagsins Sjamma bygginguna formlega en …