23. nóvember, 2024
Fréttir

Í samvinnu við Loftmyndir ehf., umsjónaraðila kortasjá sveitarfélagsins, hafa verið gerðar góðar og ítarlegar upplýsingar um snjómokstur í sveitarfélaginu sama hvort það á við það sem er í umsjá Vegagerðinnar eða sveitarfélagsins.

Byrjað er að fara inn á heimasíðu sveitarfélagsins og velja „Kortasjá“

Þá kemur upp gluggi með yfirlitsmynd af sveitarfélaginu og valgluggi hægra megin. Þar er ýtt á plúsinn við hlið  flipans „Samgöngur“. Við það koma upp hinu ýmsu flokkar tengdir snjómokstri í dreif- og þéttbýli/á höndum sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar.

Ef til dæmis er hakað í vetrarþjónustusvæði þá koma upp öll þjónustusvæðin í sveitarfélaginu, gott fyrir þá sem eru ekki vissir undir hvaða þjónustusvæði þeir eru í dreifbýlinu(mokstur í dreifbýlinu er á höndum sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar, fer eftir gerð og staðsetningu vegar).

Svo ef smellt er á svæðin þá er hægt að sjá hvaða snjómoksturfulltrúi sér um hvaða svæði ef íbúar þurfa að hafa samband vegna moksturs eða stöðu á mokstri, t.d. svona:

En snjómokstursfulltrúar á vegum sveitarfélagsins sjá um mokstur frá 15. des-15. apríl. Þar fyrir utan sér Vegagerðin um mokstur ásamt hinum ýmsu vegum sem snjómokstursfulltrúar sjá ekki um. En þá er hægt að velja flipan sem heitir „Snjómokstur Vegagerðin“. Þar er hægt að sjá alla vegi sem Vegagerðin sinnir í sveitarfélaginu eða svona:

Svo fyrir þá sem búa í þéttbýli þá er hægt að velja flipan „Snjómokstur þéttbýli“ og ef er t.d. ýtt á i-merkið bláa aftan við „Þjónustuflokkur 1“ þá koma upp upplýsingar um flokkinn:

Svo er bara um að gera að fikra sig áfram og skoða.

Verkstjóri áhaldahúss sér um mokstur í Borgarnesi og Hvanneyri.

Hægt er að fræðast um snjómokstur í sveitarfélaginu hér.

Tengdar fréttir

4. september, 2025
Fréttir

framkvæmdir við göngustíg í kirkjuvoginum

Vinna við malbikun á göngustíg í kirkjuvoginum, hefst fimmtudaginn 4. september og munu framkvæmdir standa fram yfir næstu viku. Vegfarendur eru beðnir um að fylgja settum merkingum og keilum á vettvangi svo að tryggja megi öryggi allra. Við þökkum íbúum og vegfarendum kærlega fyrir skilning og samvinnu meðan á framkvæmdum stendur. Um er að ræða framkvæmdir á göngustíg við kirkjugarðinn …

2. september, 2025
Fréttir

Tvö stutt rafmagnsleysi verða á Mýrum þann 3.9.2025

Tvö stutt rafmagnsleysi verða á Mýrum þann 3.9.2025 vegna vinnu við dreifikerfið. Fyrra rafmagnsleysið verður frá kl 11:00 til kl 11:15 og seinna frá kl 15:00 til kl 15:15. Athuga skal að fjarskiptastöðin á Þverholti verður rafmagnslaus allann tímann frá kl 11:00 til kl 15:15. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof