
Í samvinnu við Loftmyndir ehf., umsjónaraðila kortasjá sveitarfélagsins, hafa verið gerðar góðar og ítarlegar upplýsingar um snjómokstur í sveitarfélaginu sama hvort það á við það sem er í umsjá Vegagerðinnar eða sveitarfélagsins.
Byrjað er að fara inn á heimasíðu sveitarfélagsins og velja „Kortasjá“
Þá kemur upp gluggi með yfirlitsmynd af sveitarfélaginu og valgluggi hægra megin. Þar er ýtt á plúsinn við hlið flipans „Samgöngur“. Við það koma upp hinu ýmsu flokkar tengdir snjómokstri í dreif- og þéttbýli/á höndum sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar.
Ef til dæmis er hakað í vetrarþjónustusvæði þá koma upp öll þjónustusvæðin í sveitarfélaginu, gott fyrir þá sem eru ekki vissir undir hvaða þjónustusvæði þeir eru í dreifbýlinu(mokstur í dreifbýlinu er á höndum sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar, fer eftir gerð og staðsetningu vegar).
Svo ef smellt er á svæðin þá er hægt að sjá hvaða snjómoksturfulltrúi sér um hvaða svæði ef íbúar þurfa að hafa samband vegna moksturs eða stöðu á mokstri, t.d. svona:
En snjómokstursfulltrúar á vegum sveitarfélagsins sjá um mokstur frá 15. des-15. apríl. Þar fyrir utan sér Vegagerðin um mokstur ásamt hinum ýmsu vegum sem snjómokstursfulltrúar sjá ekki um. En þá er hægt að velja flipan sem heitir „Snjómokstur Vegagerðin“. Þar er hægt að sjá alla vegi sem Vegagerðin sinnir í sveitarfélaginu eða svona:
Svo fyrir þá sem búa í þéttbýli þá er hægt að velja flipan „Snjómokstur þéttbýli“ og ef er t.d. ýtt á i-merkið bláa aftan við „Þjónustuflokkur 1“ þá koma upp upplýsingar um flokkinn:
Svo er bara um að gera að fikra sig áfram og skoða.
Verkstjóri áhaldahúss sér um mokstur í Borgarnesi og Hvanneyri.
Hægt er að fræðast um snjómokstur í sveitarfélaginu hér.
Tengdar fréttir

Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi
Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …

Opinn dagur í Grunnskólanum í Borgarnesi, Miðvikudaginn 14. maí
Á Miðvikudaginn (14.maí) mun Grunnskólinn í Borgarnesi standa fyrir opnum degi frá kl.10:00 til 13:00. Öllum foreldrum og öðrum velunnurum skólans er boðið í heimsókn til að skoða skólann og kynna sér starfið. 9. Bekkur verður svo með kaffihús þar sem kaupa má ljúffengar veitingar, en allur ágóði rennur í ferðasjóð þeirra. Allir velkomnir!