23. nóvember, 2024
Fréttir

Í samvinnu við Loftmyndir ehf., umsjónaraðila kortasjá sveitarfélagsins, hafa verið gerðar góðar og ítarlegar upplýsingar um snjómokstur í sveitarfélaginu sama hvort það á við það sem er í umsjá Vegagerðinnar eða sveitarfélagsins.

Byrjað er að fara inn á heimasíðu sveitarfélagsins og velja „Kortasjá“

Þá kemur upp gluggi með yfirlitsmynd af sveitarfélaginu og valgluggi hægra megin. Þar er ýtt á plúsinn við hlið  flipans „Samgöngur“. Við það koma upp hinu ýmsu flokkar tengdir snjómokstri í dreif- og þéttbýli/á höndum sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar.

Ef til dæmis er hakað í vetrarþjónustusvæði þá koma upp öll þjónustusvæðin í sveitarfélaginu, gott fyrir þá sem eru ekki vissir undir hvaða þjónustusvæði þeir eru í dreifbýlinu(mokstur í dreifbýlinu er á höndum sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar, fer eftir gerð og staðsetningu vegar).

Svo ef smellt er á svæðin þá er hægt að sjá hvaða snjómoksturfulltrúi sér um hvaða svæði ef íbúar þurfa að hafa samband vegna moksturs eða stöðu á mokstri, t.d. svona:

En snjómokstursfulltrúar á vegum sveitarfélagsins sjá um mokstur frá 15. des-15. apríl. Þar fyrir utan sér Vegagerðin um mokstur ásamt hinum ýmsu vegum sem snjómokstursfulltrúar sjá ekki um. En þá er hægt að velja flipan sem heitir „Snjómokstur Vegagerðin“. Þar er hægt að sjá alla vegi sem Vegagerðin sinnir í sveitarfélaginu eða svona:

Svo fyrir þá sem búa í þéttbýli þá er hægt að velja flipan „Snjómokstur þéttbýli“ og ef er t.d. ýtt á i-merkið bláa aftan við „Þjónustuflokkur 1“ þá koma upp upplýsingar um flokkinn:

Svo er bara um að gera að fikra sig áfram og skoða.

Verkstjóri áhaldahúss sér um mokstur í Borgarnesi og Hvanneyri.

Hægt er að fræðast um snjómokstur í sveitarfélaginu hér.

Tengdar fréttir

2. júlí, 2025
Fréttir

Starfsfólk og íbúar minnast Gísla Karlssonar, fyrrverandi sveitarstjóra og bæjarstjóra í Borgarnesi

  Gísli Karlsson fyrrverandi bæjar- og sveitarstjóri í Borgarnesi Á morgun, fimmtudag, verður borinn til grafar Gísli Karlsson fyrrverandi sveitarstjóri og bæjarstjóri í Borgarnesi. Gísli fæddist árið 1940 á Brjánslæk á Barðaströnd. Hann lauk prófi landbúnaðarhagfræði frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn 1968 og starfaði í að því loknu sem ráðunautur í Danmörku. Árið 1971 réð Gísli sig til starfa við Bændaskólann …

1. júlí, 2025
Fréttir

Álit samstarfsnefndar um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps

Samstarfsnefnd um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepps hefur skilað af sér áliti til sveitarstjórna sveitarfélaganna, sem hafa tekið þær til umræðu skv. 119. grein sveitarstjórnarlaga. Niðurstaða samstarfsnefndar er að sameining muni hafa fleiri kosti í för með sér en ókosti fyrir íbúa og að henni fylgi tækifæri sem annars stæðu sveitarfélögunum ekki til boða. Í skilabréfi nefndarinnar til sveitarstjórna segir eftirfarandi: …