roofing
Umhverfis- og landbúnaðardeild Borgarbyggðar og Vegagerðin hafa umsjón með snjómokstri í sveitarfélaginu samkvæmt ákveðinni forgangsröðun.
Þegar óveður gengur yfir miðast þjónustan við að halda helstu leiðum sveitarfélagsins og aðgengi að neyðarþjónustu opnu eins og kostur er, en við venjulegar vetraraðstæður gilda vinnureglur sem kynntar eru hér að neðan.
Markmið með snjómokstri og hálkueyðingu

Markmið með snjómokstri og hálkueyðingu er að minnka þau óþægindi sem snjór og ís veldur einstaklingum, fyrirtækjum, fyrirtækjum og skólahaldi. Vetrarþjónusta miðar að því að halda opnum helstu stofn- og tengibrautum, skólabílaleiðum og aðgengi að neyðarþjónustu eins og kostur er. Ef veður eða veðurútlit er með þeim hætti, er áskilinn réttur að fella niður snjómokstur eða skerða þjónustu, s.s. meðan óveður gengur yfir.

Snjómokstri og hálkueyðingu í Borgarbyggð er stýrt af umhverfis-og landbúnaðardeild Borgarbyggðar og Vegagerðinni. Borgarbyggð fær til sín óskir varðandi hálkueyðingu, sem er svo metið í samráði við Vegagerðina sem sér svo um verkið. Snjómokstursverktakar í dreifbýli sjá ekki um hálkuvarnir/-eyðingu.

Borgarbyggð annast mokstur og hálkuvarnir að og við stofnanir sveitarfélagsins í dreifbýli og þéttbýli; við heilbrigðisstofnun HVE í Borgarnesi, slökkvistöðvar, húsnæði björgunarsveita, leik- og grunnskóla, íþróttamiðstöð, Safnahús og Ráðhús.

Reynt er að lágmarka umferð snjómoksturstækja við skóla á helstu ferðatímum barna til og frá skóla.

Vakin er athygli á að ekki er hægt að tímasetja nákvæmlega mokstur á einstökum vegum eða götum.

Borgarbyggð sinnir ekki hálkuvörnum í dreifbýli.

Sveitarfélagið annast ekki snjómokstur:

  • Á bílastæðum eða plönum einstaklinga og fyrirtækja
  • Frá sorpílátum og bílskúrum einstaklinga og fyrirtækja
  • Á einkavegum að húsnæði sem skilgreint er sem sumarhús í fasteignaskrá Þjóðskrár
  • Á einkavegum í og að sumarhúsahverfum
  • Þar sem einstaklingur er skráður með lögheimili en hefur ekki fasta búsetu allt árið á staðnum
  • Að einstökum ferðamannastöðum
  • Á hlöðum eða plönum við útihús í dreifbýli

Þá ber þeim er sinna snjómokstri fyrir Borgarbyggð ekki að draga bíla upp úr festu.

Sveitarfélagið greiðir ekki kostnað vegna snjómoksturs sem til hefur verið stofnað án samþykkis, nema ef beiðni um mokstur kemur frá lögreglu, slökkviliði, læknum eða sjúkraflutningsmönnum vegna neyðartilvika. Ofantöldum er heimilt að kalla út tæki án samþykkis sveitarfélagsins.

Snjómokstur í dreifbýli – Verktakar

Sveitarfélaginu er skipt í sjö mismunandi svæði og gerðir hafa verið samningar við verktaka um snjómokstur á hverju svæði. Megináhersla er lögð á þær leiðir þar sem er skólaakstur grunnskólabarna.

Leið 1: Andakíll, Bæjarsveit og Lundarreykjadalur:

Verktaki: Tryggvi Valur Sæmundsson  s.869-2900 netfang: halstak@halstak.is

Leið 2: Hálsasveit, Reykholtsdalur og Flókadalur:

Verktaki: Einar S. Traustason s. 892-3606, netf. sigrun@heilsuhof.is

Leið 3 og 4: Hvítársíða, Þverárhlíð, Stafholtstungur, Norðurárdalur, Borgarhreppur með þjóðvegi 1 að Borgarnesi:

Verktaki: Sleggjulækur ehf. s. 894-9549, netf. kaldolfur@vesturland.is

Leið 5: Fyrrum Borgarhreppur vestan Borgarness og fyrrum Álftaneshreppur:

Verktaki: Hálfdán Helgason s. 894-1187

Leið 6: Fyrrum Hraunhreppur:

Verktaki: Gísli Guðjónsson s. 894-0440 netf. gisligudjons68@gmail.com

Leið 7: Fyrrum Kolbeinsstaðahreppur:

Verktaki: Gestur Úlfarsson s. 893-6735 netf. kaldarb@simnet.is

Skólabílstjórar hafa heimild til að hafa beint samband við vaktmenn hjá Vegagerðinni og óska eftir mokstri.

Verktaki á hverju svæði tekur við óskum um snjómokstur frá íbúum, skólabílstjórum, sorphirðuverktaka og félagsþjónustu. Megináhersla er lögð á að skólabörn komist til skóla þá daga sem skólahald er skv. skóladagatali. Þá eru heimreiðar mokaðar ef nauðsynlegt er vegna sorphirðu og/eða félagsþjónustu.

Verktaka er heimilt að fresta mokstri ef veður er óhagstætt s.s. ef óveður hamlar mokstri eða ef slíkt veður er fyrirsjáanlegt.

Íbúar skulu hafa samband við þann verktaka sem sinnir mokstri á þeirra svæði þegar þörf er á snjómokstri. Þegar óskað er eftir heimreiðamokstri þarf að panta hann með sólarhrings fyrirvara til að unnt sé að skipuleggja hann með öðrum mokstri. Sé slíkt ekki gert, er ekki hægt að tryggja snjómokstur eins og óskað er eftir.

Einungis er mokað að íbúðarhúsnæði þar sem er föst búseta.

Stofnvegir í dreifbýli – Vegagerðin

Vegagerðin sér alfarið um snjómokstur á eftirfarandi leiðum:

Mokað alla daga:

  • Hringvegur (1)
  • Bifrastarvegur (5240), að fyrstu gatnamótum
  • Borgarfjarðarbraut (50), Seleyri að Hvanneyri
  • Hvanneyrarvegur (511)
  • Brattabrekka (60)
  • Snæfellsnesvegur (54), Borgarnes að Haffjarðará

Mokað sunnudaga, mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga:

  • Borgarfjarðarbraut (50): Hvanneyrarvegur – Hálsasveitarvegur – Baulan
  • Hálsasveitarvegur (518): Kleppjárnsreykir – Reykholt- Húsafell
  • Hvítárvallavegur (510) og Grímarsstaðavegur (5317): Hringvegur- Hvanneyri

Mokað mánudaga og föstudaga:

  • Heydalsvegur (55): Heydalur
Innansveitarvegir – helmingamokstur

Vegagerðin hefur skilgreint vegi þar sem heimilt er að beita helmingamokstursreglu, allt að þrisvar í viku þar sem kostnaður skiptist til helminga á Vegagerð og Borgarbyggð. Vegagerð aðhefst ekki í snjómokstri á þessum vegum fyrr en ósk eða samþykki þar um liggur fyrir frá sveitarfélaginu. Ef þörf er á helmingamokstri oftar en þrisvar í viku, verður að liggja fyrir samþykki Vegagerðarinnar á greiðslu helmings kostnaðar. Veður og veðurspá getur haft áhrif á tímasetningar snjómoksturs.

Sjá upplýsingar hér á vef Vegagerðarinnar.

Hægt er að biðja um snjómokstur á heimreiðum íbúðarhúsa í dreifbýli þar sem er föst búseta allt árið. Aðeins er um að ræða mokstur þannig að fært sé að bílastæðum við íbúðarhús. Ekki er um að ræða hreinsun á hlöðum eða plönum eða að útihúsum. Mokstur á innansveitarvegum skal njóta forgangs umfram mokstur heimreiða.

Snjómokstur í þéttbýli

Snjómokstri í þéttbýli er forgangsraðað í samræmi við götukort. Tengiliðir vegna snjómoksturs í þéttbýli eru:

Borgarnes og Hvanneyri: Ámundi Sigurðsson, verkstjóri Áhaldahúss, s. 892-5678, amundi@borgarbyggd.is

Kleppjárnsreykir: Einar S. Traustason s. 892-3606, netf. sigrun@heilsuhof.is

Bifröst: Sleggjulækur ehf. s. 894-954, netf. kaldolfur@vesturland.is

Rauðar götur eru þær götur og vegir þar sem þjónustu er alfarið sinnt af Vegagerðinni.

1. Þjónustuflokkur – Bleikar götur

Allar stofnbrautir og aðaltengigötur m.a. að neyðarþjónustu, skólum og fjölförnum safngötum. Lögð áhersla á að þær séu alltaf greiðfærar. Hreinsun á þessum götum skal vera lokið fyrir kl. 08:00 að morgni virka daga.

Bílastæði og plön við skóla, leikskóla, íþróttamiðstöðvar, heilsugæslustöð og slökkvistöð og björgunarsveitarhús eru í forgangi og skulu vera hreinsuð fyrir 08:00 virka daga.

2. Þjónustuflokkur- bláar götur

Safngötur með minni umferð, aðalgötur gegnum hverfi. Hreinsun hefst þegar hreinsun er lokið á bleikum götum. Bílastæði og plön við Tónlistarskóla, Ráðhús, Safnahús og aðrar stofnanir og bílastæði á vegum sveitarfélagsins skulu hreinsuð samhliða.

3. Þjónustuflokkur – gular götur

Húsagötur og fáfarnar safngötur. Húsagötur eru ekki mokaðar nema þær séu orðnar þungfærar einkabílum sem eru útbúnir til vetraraksturs, eða ef von er á hláku.

Almennt er snjór hreinsaður frá innkeyrslum. Þau tilfelli geta komið upp að ekki er hreinsað frá innkeyrslum fyrr en nokkru eftir að gata hefur verið hreinsuð.Við snjóhreinsun gatna er þó líklegt að snjóruðningar eða –kögglar geti orðið eftir við innkeyrslur sem ekki næst að hreinsa og þurfa íbúar það sjáum þá hreinsun sjálfir.

Hálkuvarnir í þéttbýli: Í hálku er þörf á hálkuvörnum metin hverju sinni. Verkstjóri áhaldahúss sér um skipulagningu hálkuvarna.

Göngustígar: Gert er ráð fyrir að gangstéttar að skólum, leikskólum og íþróttamiðstöð séu hreinsaðar.

Gagnlegir hlekkir – Vegagerðin

Tengiliðir vegna snjómoksturs eru deildarstjóri umhverfis-og landbúnaðarmála Borgarbyggðar og yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Borgarnesi.

Hafa ber í huga að reglur þessar eru viðmiðunarreglur og bera að líta á þær sem slíkar.

Mikilvægt er að þeim sem annast snjómokstur sé sýnd tillitssemi við störf sín. Þeir leggja á sig mikla vinnu, oft við erfiðar aðstæður, við að halda akstur- og gönguleiðum í sveitarfélaginu greiðfærum.

Þjónustukort:

Á kortasjá Borgarbyggðar er að finna kort sem sýnir þjónustuflokka vetrarþjónustu. Hægt er að smella á i-merkið til að fá upplýsingar um flokkana og velja hvern flokk fyrir sig og loka öðrum með því að haka fyrir framan flokkana.

Ábendingar varðandi snjómokstur og hálkuvarnir má senda innhér.