15. maí, 2023
Tilkynningar

Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúin að taka þátt í virku og skapandi skólastarfi með nemendum, samstarfsfólki og foreldrum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Dagleg afgreiðsla og símsvörun
  • Annast skráningu í Mentor
  • Annast undirbúning – og frágangsvinnu við upphaf og lok skólaárs
  • Sér um pantanir fyrir skólann
  • Annast skjalavörslu og ýmis konar skýrslugerð
  • Sér um skráningar vegna mötuneytis
  • Umsjá með heimasíðu skólans
  • Önnur störf sem ritara er falið

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Góð tölvukunnátta nauðsynleg
  • Rík þjónustulund og samstarfs- og samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar

Sótt er um á starfasíðu Borgarbyggðar hér: https://alfred.is/vinnustadir/borgarbyggd-3/storf

Grunnskólinn í Borgarnesi er heildstæður skóli með um 320 nemendur í 1.–10. bekk og tekur virkan þátt í skólasamfélagi Borgarbyggðar. Skólinn er teymiskennsluskóli og vinnur eftir áherslum Uppeldis til ábyrgðar.

Mikil þróun á sér stað innan Grunnskólans í Borgarnesi og einstakt tækifæri fólgið í því að vera hluti af þeirri sterku heild sem starfsfólk skólans myndar.

Umsóknarfrestur er til 19. maí 2023.


Nánari upplýsingar veitir Kristín Valgarðsdóttir í síma 433 7400/ 433 7402

eða á netfanginu kristinv@grunnborg.is.

Tengdar fréttir

8. maí, 2025
Fréttir

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi

Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …

7. maí, 2025
Fréttir

Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi

Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …