Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Laust er til umsóknar 100% staða leikskólakennara.
Leitað er eftir einstaklingum sem er tilbúnir til að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag.
Hnoðraból er í nýju húsnæði við grunnskólann að Kleppjárnsreykjum í Reykholtsdal. Leikskólinn er tveggja deilda og þar dvelja að jafnaði um 30 börn og störfum við eftir hugmyndafræðinni Leiðtoginn í mér. Við skólann starfar samstillt og metnaðarfullt starfsfólk sem leggur áherslu á að mæta fjölbreytileika barnahópsins með virðingu og stuðla að vellíðan barna og góðum skólabrag.
Tengdar fréttir

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi
Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …

Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi
Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …