17. maí, 2023
Tilkynningar

Borgarbyggð auglýsir stöðu félagsmálastjóra lausa til umsóknar. Um er að ræða 100% starf innan stjórnsýslu sveitarfélagsins tímabundið til eins árs.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Yfirmaður barnaverndar
  • Málefni fatlaðra
  • Málefni aldraðra
  • Félagsþjónusta, ráðgjöf, greining og aðstoð
  • Starfsmaður velferðarnefndar

Menntun og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, félagsráðgjöf er æskileg
  • Þekking og reynsla í félagsráðgjöf, barnavernd og málefnum fatlaðra er skilyrði
  • Reynsla af stjórnun úr sambærilegu umhverfi er æskileg
  • Þekking á stjórnsýslu sveitarfélaga er æskileg
  • Færni í mannlegum samskiptum auk forystu- og skipulagshæfileika
  • Mikil krafa á sjálfstæði í vinnubrögðum og þjónustulund
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Reynsla af starfsmannamálum
  • Reynsla af notkun kerfanna One System og Navision

Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli. Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi til að stýra fjölbreyttum verkefnum félagsþjónustu sveitarfélagsins.

Áhugasamir einstaklingar af öllum kynjum eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilsskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi ef við á. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf. Öllum umsóknum verður svarað.

Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 19. maí nk.

Nánari upplýsingar veita Þórdís Sif Arnarsdóttir, thordis@hagvangur.is, og Elín Dögg Ómarsdóttir, elin@hagvangur.is.

Tengdar fréttir

8. maí, 2025
Fréttir

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi

Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …

7. maí, 2025
Fréttir

Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi

Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …