Á Hvanneyri í Borgarbyggð eru lausar til úthlutunar 22 lóðir til uppbyggingar á íbúðarhúsnæði. Lóðirnar eru í Flatahverfi sem er nýtt hverfi vestast á Hvanneyri. Um er að ræða tólf lóðir fyrir einbýlishús við Rjúpuflöt og Þrastarflöt, fjórar parhúsalóðir og sex lóðir fyrir raðhús.
Sjá nánari upplýsingar hér.
Tengdar fréttir

Sigurður Kristjánsson ráðinn fjármálastjóri Borgarbyggðar
Sigurður Kristjánsson hefur tekið við stöðu fjármálastjóra Borgarbyggðar en hann hóf störf í dag, 20. janúar. Sigurður er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og býr yfir yfirgripsmikilli reynslu af fjármálastýringu. Hann starfaði sem fjármálastjóri Lyfju á árunum 2000–2024 og hefur þar með áratuga reynslu af fjármálum og rekstri stórra fyrirtækja. Undanfarin misseri starfaði hann jafnframt sem sviðsstjóri …

Klippikort vegna gámastöðvar
Einstaklingar sem þurfa klippikort vegna gámastöðvar í janúar en hafa ekki þegar sótt þau eru beðnir um að hafa samband við Borgarbyggð í síma 433-7100 eða á borgarbyggd@borgarbyggd.is. Einnig er hægt að koma í Ráðhús Borgarbyggðar að Digranesgötu 2. Frá og með 1. febrúar 2026 verður svo hægt að nálgast klippikort á borgarkort.is.