
Alternance í samstarfi við Borgarbyggð boðar til íbúafundar þriðjudaginn 16. maí nk. kl. 16:30 í Hjálmakletti.
Kynnt verður rannsókn á gamla bænum í Borgarnesi og rætt um verkefnið Sögutorgin sem felur í sér forhönnun á svæðinu frá Skallagrímsgarði að Brákarsundi í samvinnu við íbúa og aðra hagsmunaaðila.
Í upphafi fundar verður kynning á verkefninu en síðan verður fundargestum skipt niður í hópa og farið í markvissa hópavinnu.
Samstarfsaðilar hvetja íbúa til þess að mæta, kynna sér verkefnið og gefa álit.
Um þessar mundir er verið að útbúa heimasíðu fyrir verkefnið en slóðin verður www.sogutorgin.is.
Tengdar fréttir

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi
Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …

Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi
Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …