
Kæru íbúar,
Gatnaframkvæmdir við Vallarás eru í fullum gangi. Nú er unnið við brunna, og af þeim sökum er umferðarlokun enn í gildi á meðan framkvæmdir standa yfir. Gert er ráð fyrir að verkið taki um sex vikur til viðbótar.
Við biðjum íbúa velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum fyrir þolinmæðina. Sömuleiðis biðjum við íbúa og vegfarendur um að sýna aðgát, fylgja merkingum á svæðinu og nýta aðrar leiðir á meðan framkvæmdum stendur.
Framkvæmdaraðilar verkefnisins eru Veitur, RARIK og Borgarbyggð. Fyrirspurnum varðandi verkið má beina til Bjarna Benedikts Gunnarssonar hjá Verkís í gegnum netfangið bbg@verkis.is.
Tengdar fréttir

Hönnun og skipulag á parkethúsi
Á fundi byggðarráðs þann 27. mars sl. var byggingarnefnd íþróttamannvirkja falið að hefja undirbúning að hönnun og skipulagi á nýjum íþróttasal (parkethúsi) sem tengdur verður íþróttamiðstöðinni. Formaður byggingarnefndar er Eðvar Ólafur Traustason. Hönnun og skipulag er á vegum Eflu og í samráði við hagaðila. Alls er nýbyggingin áætluð 2.830 fm fyrir utan tengirými við eldri byggingu. Íþróttasalurinn miðast við að …

Útboð: Dælubifreið fyrir slökkvilið Borgarbyggðar
Consensa fyrir hönd sveitarfélagsins Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í dælubíl fyrir slökkvilið Borgarbyggðar. Um er að ræða kaup á litlum dælubíl sem hugsaður er fyrir slökkvistarf í þéttbýli, þröngum götum þar sem þörf er fyrir skjótar og sveigjanlegar aðgerðir. Um er að ræða dælubíl sem er auk þess búinn vatnstanki, háþrýstidælu og nauðsynlegum björgunarbúnaði, sem er hentugur sem fyrstu viðbrögð …