Consensa fyrir hönd sveitarfélagsins Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í dælubíl fyrir slökkvilið Borgarbyggðar. Um er að ræða kaup á litlum dælubíl sem hugsaður er fyrir slökkvistarf í þéttbýli, þröngum götum þar sem þörf er fyrir skjótar og sveigjanlegar aðgerðir. Um er að ræða dælubíl sem er auk þess búinn vatnstanki, háþrýstidælu og nauðsynlegum björgunarbúnaði, sem er hentugur sem fyrstu viðbrögð við eldsvoðum, reykköfun, vegna umferðarslysa og önnur neyðartilvik þar sem hraði og lipurð geta skipt öllu máli.
Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum sem eru aðgengileg hér á útboðsvefnum.
Hafa skal í huga að tilboðfrestir geta tekið breytingum og eru allar slíkar breytingar eingöngu tilkynntar inn á útboðsvefnum og gildir sá tími sem þar er tiltekinn.
Tengdar fréttir

Jólaútvarp NFGB, FM Óðal 101,3
Árlegt Jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður sent út frá Óðali 8.-12. desember frá kl. 10:00-22:00. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrri part dags verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en síðan flytja unglingarnir sína þætti í beinni útsendingu. Handritagerð fór fram á skólatíma þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt …

Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2026
Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeirra sem standa að hátíðum og viðburðarhaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sé vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samningi. Reglur um úthlutun má finna hér: Reglur um …