28. mars, 2025
Fréttir

Á fundi byggðarráðs þann 27. mars sl. var byggingarnefnd íþróttamannvirkja falið að hefja undirbúning að hönnun og skipulagi á nýjum íþróttasal (parkethúsi) sem tengdur verður íþróttamiðstöðinni. Formaður byggingarnefndar er Eðvar Ólafur Traustason.

Hönnun og skipulag er á vegum Eflu og í samráði við hagaðila. Alls er nýbyggingin áætluð 2.830 fm fyrir utan tengirými við eldri byggingu. Íþróttasalurinn miðast við að rúma löggiltan handbolta- og körfuboltavöll, ásamt þremur minni körfuboltavöllum á skammveginn.

Nýi salurinn muni rísa austan við íþróttamiðstöðina og hefur Borgarbyggð af því tilefni keypt einbýlishúsið að Þorsteinsgötu 5 og verður húsið rifið í tengslum við framkvæmdina.

Tengdar fréttir

8. maí, 2025
Fréttir

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi

Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …

7. maí, 2025
Fréttir

Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi

Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …