Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhenti verðlaun Forvarnardagsins við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á laugardag. Keppnin fólst í gerð kynningarefnis sem tengist þema Forvarnardagsins, sem í ár voru leikir sem stuðla að samveru fjölskyldu og vina.
Í flokki grunnskólanema hlutu verðlaun þær Valdís Björk Samúelsdóttir, Kristný Halla Bragadóttir, Agla Dís Adolfsdóttir, Emelía Ýr Gísladóttir og Emma Mist Andradóttir, nemendur við Grunnskólann í Borgarnesi. Í flokki framhaldsskólanema komu þau í hlut Elísabetar Ingvarsdóttur sem er í Framhaldsskólanum á Húsavík.
Tengdar fréttir
Opnunartími yfir hátíðarnar á móttökustöðinni fyrir úrgang að Sólbakka 12
24., 25., 26. desember er lokað 31. desember lokað 1. janúar lokað Venjuleg opnun aðra daga.
Áhersla á uppbyggingu í fjárhagsáætlun Borgarbyggðar
Fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2025 var afgreidd eftir seinni umræðu á fundi sveitarstjórnar í gær. Áætlun gerir ráð fyrir 152 m.kr. afgangi af rekstri A-hluta samanborið við útkomuspá upp á 301 m.kr. afgang á yfirstandandi ári. Áætlun um minni hagnað milli ára skýrist að mestu á varfærnum væntingum um þróun tekna. Áætlunin felur í sér að tekjur sveitarfélagsins aukist 3,8% …