7. júlí, 2025
Fréttir

Frá og með 1. september 2025 taka gildi breytingar á þjónustu og greiðslufyrirkomulagi á móttökustöðinni í Borgarnesi og ný gjaldskrá mun taka gildi. Samhliða verður innleidd rafræn greiðslulausn fyrir fasteignaeigendur í sveitarfélaginu þar sem tiltekin inneign (rafrænt klippikort) fylgir hverri fasteign. Kostnaður við rekstur móttökustöðvarinnar og klippikortin verður áfram innheimtur með fasteignagjöldum, líkt og áður.

Tilgangur breytinga er að tryggja sanngjarna og sjálfbæra þjónustu þar sem íbúar Borgarbyggðar greiða aðeins fyrir þann úrgang sem kemur frá þeirra eigin heimilum en þannig má koma í veg fyrir að kostnaður vegna úrgangs frá öðrum notendum lendi ekki á íbúum sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt tillöguna og nánari upplýsingar um klippikort og nýja gjaldskrá verða kynntar íbúum fyrir gildistöku breytingar.

 

Tengdar fréttir

7. júlí, 2025
Fréttir

Skapandi vinnuskólinn í Borgarbyggð

Skapandi vinnuskólinn er í samstarfi með Listaskóla Borgarfjarðar og SSV en megin markmið verkefnisins er að ungmenni sem ráða sig til starfa hjá Vinnuskólanum hafi tækifæri til að vinna í skapandi störfum. Það er hún Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir sem stýrir verkefninu en Guðlaug er sjálfstætt starfandi myndlistarkona og sýningarstjóri sem býr og starfar á Vesturlandi. Hún lærði myndlist á grunn og …

7. júlí, 2025
Fréttir

Ný íþróttastefna Borgarbyggðar samþykkt

Afgreiðsla frá fundi fræðslunefndar nr. 224: „Guðmunda Ólafsdóttir mætti til fundarins og fór yfir drög að íþróttastefnu Borgarbyggðar. Stefnan hefur nú legið frammi til umsagnar og einnig er hún byggð á ítarlegu og miklu samtali við helstu hagaðila og íbúa í sveitarfélaginu. Fræðslunefnd vill þakka Guðmundu kærlega fyrir hennar vinnu og framsetningu á stefnunni. Fræðslunefnd vísar stefnunni til byggðarráðs til …