
Þann 1. janúar 2025 tók ný gjaldskrá gildi fyrir íþróttamannvirki í Borgarbyggð.
Breytingar frá fyrri gjaldskrá eru þær að:
- Verð á stökum miða er nú 1290 kr. og hækkar um 3,9%
- 25% afsláttur er veittur af kaupum á 10 miða kortum
- Börn 13-18 ára, eldri borgarar og öryrkjar fá 70% afslátt við kaup á árskorti
- Framhaldsskólanemar fá 50% afslátt við kaup á árskorti
- Börn og ungmenni til 18 ára aldurs með lögheimili í sveitarfélaginu fá heilsukort án endurgjalds í boði Heilsueflandi samfélags í Borgarbyggð sem gildir í eitt ár. Kortið veitir aðgang í sund og líkamsrækt (13-18 ára)
- Afslættir af stökum miðum falla niður
Borgarbyggð hefur stigið öflug skref í því að efla heilsueflingu eldri borgara í gegnum Janusarverkefnið. Þeir sem greiða mánaðargjald fá áfram aðgang að sundi og tækjasalnum án endurgjalds. Gjaldskrá fyrir Janusarverkefnið tekur ekki breytingum .
Í íþróttahúsinu í Borgarnesi er starfandi íþróttafræðingur sem leiðbeinir einstaklingum í tækjasalnum. Einnig er boðið upp á vatnsleikfimi, hádegistíma, spinning og önnur námskeið, til dæmis í samstarfi við sjúkraþjálfara sem heitir “Vinnum með verkina”. Öll þessi námskeið eru í boði fyrir þá sem versla sér árskort í þrek og sund.
Heilsueflandi samfélag mun áfram styrkja börn búsett í sveitarfélaginu og fá þau frítt í sund til 18 ára aldurs og börn 13-18 ára fá frítt í þrek. Á næstu dögum fá þau afhent heilsukort sem þau framvísa í íþróttamannvirkjum, en nánari upplýsingar um fyrirkomulag verður sent forsjáraðilum.
Ef þið hafið nánari spurningar er hægt að hafa samband við þjónustuver Borgarbyggðar á borgarbyggð@borgarbyggd.is
Tengdar fréttir

Aníta Björk Ontiveros er fjallkona Borgarnes 2025
Löng hefð er fyrir því í Borgarnesi að Kvenfélag Borgarness sjái um val á Fjallkonu úr hópi nýstúdenta ár hvert. Í ár 2025 var Aníta Björk Ontiveros fyrir valinu. Aníta Björk steig á svið og flutti ljóðið flutti ljóðið „Vorvísur“ eftir Sigríði Helgadóttur, frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Auk þess að flytja ljóð í Skallagrímsgarði heimsótti Aníta Brákarhlíð, þar sem hún …

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir er Listamanneskja Borgarbyggðar 2025
Árlega er viðurkenning veitt fyrir listamanneskju Borgarbyggðar á 17. júní. Listamanneskjan sem sveitarstjórn tilnefndi að þessu sinni er Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, ung Borgfirsk sviðlistakona er fædd þann 15. apríl árið 1994 og steig sín fyrstu skref í inn á listabrautina 4ra ára gömul þegar hún hóf nám í Tónlistarkóla Borgarfjarðar þar sem hún lærði á píanó, fiðlu og söng. Eftir …