6. janúar, 2025
Fréttir

Þann 1. janúar 2025 tók ný gjaldskrá gildi fyrir íþróttamannvirki í Borgarbyggð.  

Breytingar frá fyrri gjaldskrá eru þær að: 

  • Verð á stökum miða er nú 1290 kr. og hækkar um 3,9% 
  • 25% afsláttur er veittur af kaupum á 10 miða kortum 
  • Börn 13-18 ára, eldri borgarar og öryrkjar fá 70% afslátt við kaup á árskorti 
  • Framhaldsskólanemar fá 50% afslátt við kaup á árskorti  
  • Börn og ungmenni til 18 ára aldurs með lögheimili í sveitarfélaginu fá heilsukort án endurgjalds í boði Heilsueflandi samfélags í Borgarbyggð sem gildir í eitt ár. Kortið veitir aðgang  í sund og líkamsrækt (13-18 ára) 
  • Afslættir af stökum miðum falla niður 

Borgarbyggð hefur stigið öflug skref í því að efla heilsueflingu eldri borgara í gegnum Janusarverkefnið. Þeir sem greiða mánaðargjald fá áfram aðgang að sundi og tækjasalnum án endurgjalds. Gjaldskrá fyrir Janusarverkefnið tekur ekki breytingum .  

Í íþróttahúsinu í Borgarnesi er starfandi íþróttafræðingur sem leiðbeinir einstaklingum í tækjasalnum. Einnig er boðið upp á vatnsleikfimi, hádegistíma, spinning og önnur námskeið, til dæmis í samstarfi við sjúkraþjálfara sem heitir “Vinnum með verkina”. Öll þessi námskeið eru í boði fyrir þá sem versla sér árskort í þrek og sund.  

Heilsueflandi samfélag mun áfram styrkja börn búsett í sveitarfélaginu og fá þau frítt í sund til 18 ára aldurs og börn 13-18 ára fá frítt í þrek. Á næstu dögum fá þau afhent heilsukort sem þau framvísa í íþróttamannvirkjum, en nánari upplýsingar um fyrirkomulag verður sent forsjáraðilum.  

Sjá uppfærða gjaldskrá hér

Ef þið hafið nánari spurningar er hægt að hafa samband við þjónustuver Borgarbyggðar á borgarbyggð@borgarbyggd.is  

 

  

Tengdar fréttir

22. október, 2025
Fréttir

Vegur inn í Einkunnir lokaður að hluta

23. og 24. október nk. mun vegurinn að Einkunnum vera lokaður að hluta. Um er að ræða kafla frá salernishúsi að Einkunnum. Lokað er vegna vinnu við rafstreng og ljósastaura. Vinna heldur svo áfram næstu daga og vegurinn opinn, nema annað verði tekið fram. Vegfarendur eru því beðnir um að sýna aðgát og þolinmæði.

22. október, 2025
Fréttir

Vel heppnaðir íbúafundir um mótun nýrrar þjónustustefnu Borgarbyggðar

Íbúafundir sem haldnir voru dagana 20. og 21. október um mótun nýrrar þjónustustefnu Borgarbyggðar fóru vel fram. Fundirnir voru haldnir í Lindartungu og í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og tóku íbúar virkan þátt í málefnalegum og uppbyggilegum umræðum. Á fundunum gafst íbúum tækifæri til að koma á framfæri sínum hugmyndum, áherslum og framtíðarsýn um þjónustu sveitarfélagsins. Rík samstaða var …