6. janúar, 2025
Fréttir

Þann 1. janúar 2025 tók ný gjaldskrá gildi fyrir íþróttamannvirki í Borgarbyggð.  

Breytingar frá fyrri gjaldskrá eru þær að: 

  • Verð á stökum miða er nú 1290 kr. og hækkar um 3,9% 
  • 25% afsláttur er veittur af kaupum á 10 miða kortum 
  • Börn 13-18 ára, eldri borgarar og öryrkjar fá 70% afslátt við kaup á árskorti 
  • Framhaldsskólanemar fá 50% afslátt við kaup á árskorti  
  • Börn og ungmenni til 18 ára aldurs með lögheimili í sveitarfélaginu fá heilsukort án endurgjalds í boði Heilsueflandi samfélags í Borgarbyggð sem gildir í eitt ár. Kortið veitir aðgang  í sund og líkamsrækt (13-18 ára) 
  • Afslættir af stökum miðum falla niður 

Borgarbyggð hefur stigið öflug skref í því að efla heilsueflingu eldri borgara í gegnum Janusarverkefnið. Þeir sem greiða mánaðargjald fá áfram aðgang að sundi og tækjasalnum án endurgjalds. Gjaldskrá fyrir Janusarverkefnið tekur ekki breytingum .  

Í íþróttahúsinu í Borgarnesi er starfandi íþróttafræðingur sem leiðbeinir einstaklingum í tækjasalnum. Einnig er boðið upp á vatnsleikfimi, hádegistíma, spinning og önnur námskeið, til dæmis í samstarfi við sjúkraþjálfara sem heitir “Vinnum með verkina”. Öll þessi námskeið eru í boði fyrir þá sem versla sér árskort í þrek og sund.  

Heilsueflandi samfélag mun áfram styrkja börn búsett í sveitarfélaginu og fá þau frítt í sund til 18 ára aldurs og börn 13-18 ára fá frítt í þrek. Á næstu dögum fá þau afhent heilsukort sem þau framvísa í íþróttamannvirkjum, en nánari upplýsingar um fyrirkomulag verður sent forsjáraðilum.  

Sjá uppfærða gjaldskrá hér

Ef þið hafið nánari spurningar er hægt að hafa samband við þjónustuver Borgarbyggðar á borgarbyggð@borgarbyggd.is  

 

  

Tengdar fréttir

6. janúar, 2026
Fréttir

Rósa Marinósdóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Rósa Marinósdóttir hjúkrunarfræðingur var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenninguna fyrir óeigingjarnt sjálfboðastarf í þágu íþróttaiðkunar ungs fólks um allt land og mikilvægt framlag til samfélagsmála í heimabyggð. Rósa hefur starfað sem sjálfboðaliði undir merkjum Ungmennafélagsins Íslendings og Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB) frá árinu 1980. Framlag Rósu til félags- og …

6. janúar, 2026
Fréttir

Rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka

Vegna tæknilegra örðuleika er ekki hægt að afhenda rafrænklippikort vegna gámstöðvar til þeirra sem ekki hafa þegar sótt sitt kort. Unnið er að lausn á málinu og við munum uppfæra stöðuna um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.