
Verkið felst í að bregðast við beiðni sveitarstjórnar um smölun og keyrslu fjárs á afrétt ef eigandi eða umráðamaður bregst ekki við ábendingum frá sveitarfélaginu um að smala féi sínu af umræddu svæði.
Nú hefur verið virkjuð 6. gr. fjallskilasamþykktar nr. 683/2015 í fjallskilaumdæmi Þverárþings. Var hún virkjuð að frumkvæði stjórnar fjallskilaumdæmis á því svæði en með þeirri ákvörðun er bændum á því svæði skylt að reka á afrétt eða halda búfénaði í heimalandi í fjárheldri girðingu. Fram kemur í 33. gr. laga nr. 6/1986, um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. að ef ágangur búfjár stafar af búfé sem vanrækt hefur verið að reka á afrétt skv. fyrirmælum fjallskilareglugerðar ber sveitarstjórn að láta reka féð á afrétt á kostnað fjáreigenda.
Áhugasamir hafi samband á netfangið thjonustuver@borgarbyggd.is
Tengdar fréttir

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi
Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …

Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi
Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …