5. júní, 2023
Tilkynningar

Ekki náðust samningar milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB og því hafa félagsmenn Kjalar lagt niður störf frá og með deginum í dag, 5. júní.

Ætla má að áhrif verkfalls verði víðtæk og skerða þurfi þjónustu sveitarfélagsins að einhverju leyti. Þó eru einhverjar stofnanir sem þurfa að loka alveg á meðan á verkfalli stendur.

Hér smá sjá yfirlit yfir áhrifin: 

Íþróttamiðstöðvar:

  • Íþróttamiðstöðvar Borgarbyggðar verða lokaðar ótímabundið frá og með mánudeginum 5. júní.

Leikskólar:

  • Frá mánudeginum 5. júní – 5. júlí

Misjafnt er milli deilda hversu miklar skerðingar verða, en það ræðst af því í hvaða stéttarfélagi viðkomandi starfsfólk deilda eru í.

Leikskólastjórar hafa sent nánari upplýsingar á foreldra og forráðmenn og þau hvött til að fylgjast með framvindu mála í tölvupósti.

Ráðhús:

  • Frá mánudeginum 5. júní – 5. júlí.
  • Þjónustuverið verður alfarið lokað föstudaginn 9. júní  og mánudaginn 12. júní. 

Það verður skert þjónusta í þjónustuverinu og á fjármáladeildinni. Eru íbúar hvattir til þess að senda tölvupóst á starfsfólk, sjá hér.

Þegar samningar nást tekur við hefðbundinn opnunartími og starfsemi á ný.

 

Tengdar fréttir

8. maí, 2025
Fréttir

Framkvæmdir við fjölnotahús í Borgarnesi

Vinna við niðurrekstur rekstaura vegna byggingar nýs fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi hefst í næstu viku. Um er að ræða niðurrekstur rekstaura fyrir burðarvirki fjölnotahúss, áætlað að þessi áfangi framkvæmda standi yfir út maímánuð. Á þessu tímabili má búast við auknum umferðaþunga flutningabíla og hávaða við næsta nágrenni íþróttasvæðis. Við leggjum mikla áherslu á að tryggja öryggi íbúa og vegfarenda meðan …

7. maí, 2025
Fréttir

Bjarkarhlíð býður upp á þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi

Bjarkarhlíð veitir nú þjónustu fyrir íbúa á Vesturlandi. Ráðgjafi frá Bjarkarhlíð verður til staðar í Borgarnesi, Stykkishólmi og á Akranesi, einn dag í mánuði. Dagssetningar í Borgarbyggð, vorönn 2025: 21. maí | 23. júní | 28. júlí | 25. ágúst | 22. september | 20. október | 17. nóvember | 15. desember Um Bjarkarhlíð: Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. …