
Allir fasteignaeigendur í Borgarbyggð sem greiða gjald vegna reksturs gámasvæðis geta sótt rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka.
Kortið virkar þannig að þegar komið er inn á gámasvæðið er kortið skannað, starfsmaður á gámasvæðinu tekur út af kortinu í samræmi við það magn af gjaldskyldum úrgangi sem verið er að losa sig við.
Starfsmaður gámasvæðis metur magn og tekur út af kortinu í samræmi við magn gjaldskylds úrgangs. Þegar inneignin klárast er innheimt samkvæmt gjaldskrá.
Einungis er klippt af korti fyrir gjaldskyldum úrgangi. Tekið er á móti ógjaldskyldum úrgangi án þess að klippa af kortinu.
Mikilvægt er að úrgangur sem komið er með á gámasvæði sé flokkaður þar sem mikið af úrgangi er gjaldfrjáls en ef flokkuninni er ábótavant þarf að greiða fyrir allan úrganginn.
Ef óskað er eftir aðstoð við að sækja kortið, er öllum velkomið að mæta í Ráðhúsið, Digranesgötu 2, tekið verður vel á móti þér.
Endurvinnslukort er sótt á vefslóðina https://borgarkort.is/
Tengdar fréttir

Sameiningarkosningar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps: Upplýsingar um kjördeildir og opnunartíma
Fimmtudaginn 18.09. 2025 verða opnar kjördeildir Borgarbyggðar í Félagsheimlinu Lindartungu Lindartungukjördeild, Félagsheimilinu Þinghamri Varmalandi , Þinghamarskjördeild og Grunnskólanum Kleppjárnsreykjum Kleppjárnsreykjakjördeild. Í Lindartungu verður opið milli 18:00 og 20:00. Í Þinghamri og Kleppjárnsreykjum mun vera opið á milli kl 16:00 og 20:00. Þennan dag (18.09) er opið í Ráðhúsi Borgarbyggðar milli 12.00 og 14.00 en þá einungis fyrir Borgarneskjördeild og í …