25. september, 2025
Fréttir

Haustið er mætt með öllum sínum litum og veturinn ekki langt undan. Með haustlægðum og vetrarveðri fylgja ýmsar áskoranir í sorphirðu. Til að tryggja örugga og skilvirka þjónustu er mikilvægt að íbúar hafi eftirfarandi atriði í huga.

Mikilvægt er að ílát standi sem næst götu eða í tunnuskýlum, svo starfsfólk þurfi ekki að bera þau langa leið og verði fyrir óþarfa álagi við sorphirðu. Að vetri til er ætlast til að íbúar moki frá tunnum og hálkuverji. Erfitt getur verið að draga ílátin í miklum snjó auk þess sem hálka getur verið varasöm. Yfirfull ílát geta skapað vandræði við losun.
Hætta er á að vargfugl komist í úrganginn eða innihald tunnunnar fari að fjúka um. Þess vegna er mikilvægt að minnka ummál úrgangsins eins og hægt er, eins og með því að brjóta saman pappa o.s.frv.
Hægt er að hafa samband og fá útveguð aukaílát ef ílátin eru að fyllast fljótt og fyrir losunardag. Rukkað er samkvæmt verðskrá. Einnig er hægt að koma með umfram magn af úrgangi beint á móttökustöð við Sólbakka.
Íbúar bera ábyrgð á sínum ílátum og æskilegt er að hreinsa þau eftir þörfum. Það kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist fyrir í ílátinu og skapi ólykt. Ranglega flokkað sorp og yfirfull ílát eru ekki hirt.

Umsýslugjald vegna breyttrar þjónustu, akstur og skráning íláta: 4.364 kr. í hvert sinn sem óskað er breytinga.

Tengdar fréttir

7. október, 2025
Fréttir

269. fundur sveitastjórnar Borgarbyggðar

269. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar verður haldinn í Hjálmakletti fimmtudaginn 9. október 2025 og hefst kl. 16:00. Hér má sjá dagskrá fundarins: Dagskrá 269. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar Hægt er að fylgjast með fundinum í streymi hér.  

6. október, 2025
Fréttir

Íbúafundir vegna þjónustustefnu Borgarbyggðar

Borgarbyggð boðar til íbúafunda þar sem unnið verður að mótun nýrrar þjónustustefnu sveitarfélagsins.Á fundunum gefst íbúum tækifæri til að koma á framfæri skoðunum sínum, hugmyndum og áherslum um framtíðarþjónustu sveitarfélagsins. Fundirnir eru haldnir dagana 20. og 21. október, kl.20:00 í Lindartungu og í sal Landbúnaðarháskóla Íslands, á Hvanneyri. Vð hvetjum alla til að mæta og taka þátt í góðu samtali …