Undanfarið hefur orðið vart við skemmdarverk á nokkrum leikvöllum í Borgarbyggð.
Í lok maí var meðal annars unnið tjón á Bjössaróló, og aftur upp úr miðjum júlí var þar orðið vart við frekari skemmdir.
Í seinasta mánuði voru unnar skemmdir á leikvelli í Kvíaholtinu og nú hafa aftur verið unnin skemmdarverk á leikvellinum í Kjartansgötu.
Borgarbyggð vinnur nú að því að bæta öryggi á leikvöllum og er meðal annars verið að hanna lýsingu ásamt möguleikum á uppsetningu eftirlitsmyndavéla til að draga úr líkum á frekari skemmdum. Lögreglan hefur verið látin vita af málinu og hvetjum við foreldra eindregið til að ræða við börn sín um mikilvægi þess að fara vel með sameiginlegar eignir og virða leikvelli svo að allir geti notið þeirra.
Unnið er að lagfæringu leikvalla og vonast er til að hann haldist óskemmdur svo að börn og fjölskyldur geti leikið sér þar hættu- og slysalaust.
Borgarbyggð þakkar íbúum fyrir samvinnu og hvetur alla til að láta vita ef vart verður við frekari skemmdir.
Tengdar fréttir

Aldan lokuð 3. október vegna viðgerða á húsnæði
Aldan er lokuð í dag, föstudaginn 3.október vegna viðgerða á húsnæði. Við þökkum sýndan skilning og stefnum á að opna aftur á mánudaginn ef viðgerðir ganga vel.

Icelandic for beginners | islandzki dla początkujących
Símenntun á Vesturlandi er að hefja íslenskunámskeið fyrir byrjendur í Borgarnesi 7. október. Það fer fram á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30–20:00 á Bjarnarbraut _________________________________________________________________________________________________ Símenntun á Vesturlandi is starting an Icelandic course for beginners in Borgarnes on October 7th. The course takes place on Tuesdays and Thursdays from 17:30–20:00 at Bjarnarbraut 8. ___________________________________________________________________________________________________________ Kurs języka islandzkiego dla początkujących w …