10. nóvember, 2023
Allar fréttir

Leikskólinn Ugluklettur var á meðal þeirra skóla sem tilnefndir voru til Íslensku menntaverðlaunna árið 2023 í flokki framúrskarandi skólastarf eða menntaumbóta. Ugluklettu fékk tilnefningu fyrir þróun lýðræðislegs og skapandi leikskólastarfs. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum.

Þær Kristín og Elín fóru fyrir hönd skólasamfélagsins í Uglukletti, á Bessasastaði þegar verðlaunin voru veitt og voru viðstaddar þá skemmtilegu og hátíðlegu athöfn. Að sjálfsögðu báru þær kveðjur til Guðna frá öllum börnunum.

 

Hér má lesa tilnefninguna í heild sinni https://skolathroun.is/leikskolinn-ugluklettur/

 

 

 

 

 

Tengdar fréttir