Á síðustu vikum höfum við brallað margt skemmtilegt
Elstu börnin okkar fóru í heimsókn í grunnskólann þar sem þau prófuðu að vera nemendur í grunnskólanum í þrjá daga. Þau gerðu ýmislegt, fór til dæmis í íþróttatíma og sundtíma.
Ugluklettur tók þátt í frábærri ráðstefnu sem Menntaskóli Borgarfjarðar stóð fyrir og hét Nýsköpun í skólastarfi. Þar var Ugluklettur með kynningarbás þar sem við sýndum hluta af „tæknidóti“ okkar, eins mætti Ugluklettur með innsetningarverk.
Við fengum heimsókn frá starfsfólki leikskólans Jörfa. Þau vildu fræðast um hvernig við notum Flæði og jákvæða sálfræði í leikskólastarfi. Heimsóknin var mjög skemmtilegt og alltaf gaman að læra af öðrum og spegla sig í öðrum.
Á sama tíma kom lúðrahljómsveit úr Reykjavík í heimsókn og spilaði fyrir okkur út í garðinum. Upplifun barnanna var misjöfn, allt frá því að sumir urðu smá hræddir og til þess að sumir urðu agndofa af aðdáun.
Við héldum foreldrafund þar sem við fengum foreldra til okkar í samtal vegna endurskoðun skólanámskrárinnar okkar. Við áttum mjög góða kvöldstund saman og spjölluðum um margt og enduðum á því að fá okkur súpu saman.
Í vetur höfum við verið svo heppinn að fá til okkar starfsmenn sem eru að koma eftir skóladaga í Menntaskóla Borgarfjarðar á einskonar „lokunarvakt“ hjá okkur. Þessir einstaklingar eru alveg yndisleg viðbót inn í daginn. Þetta eru þau þau Almar Orri, Unnur Björg, Elfa Dögg, Caroline, Dagný Þóra, Ólöf og Arnrún Kolfinna. Einhver af þeim ætla að halda áfram og vera sumarstarfsmenn hjá okkur en önnur tínast til annarra verka eftir að skóla lýkur hjá þeim.
Eins má geta þess að byrjað er að teikna viðbyggingu við Ugluklett og því mjög spennandi tímar framundan.