5. október, 2023
Allar fréttir
Sex slökkviliðsmenn voru sendir þann 27 júlí sl. frá slökkviliði Borgarbyggðar til aðstoðar í baráttu við gróðurelda sem loguðu í kring um gosstöðvarnar við Litla Hrút. Ásamt slökkviliðsmönnum í Borgarbyggð fékk slökkvilið Grindavíkur aðstoð frá Brunavörnum Árnessýslu, Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins, Brunavörnum Suðurnesja og Ísavía.
Slökkvistarf gekk vel og skiluðu slökkviliðsmenn frá Borgarbyggð sér heim aftur rétt tæpum sólahring eftir útkall.